Draumórar í íslenska skammdeginu...

mánudagur, október 27, 2008

blogg


ég var farin að verða fyrir áreiti og hótunum sökum bloggleysis... ég er greinilega veiklunda og ákvað því að blogga smá...

hvað er búið að gerast síðan ég fór til Póllands?? Margt og mikið sem ég nenni ekki að segja frá.. það helsta er kannski að ég er byrjuð í nýjum skóla og er farin að ferðast til keflavíkur á hverjum degi til að læra að verða flugfreyja! Svo eignaðist ég bróður í lok ágúst. hann heitir Matteo og er frá ítalíu. afs skiptinemi ;)

þar sem kreppan er orðin svona slæm mun ég ekki fara út um jól/áramót/carnevale EN shuichi og Julie ætla að koma að heimsækja mig um áramótin í staðin!!! ;D;D;D;D

ég fór líka á airwaves... það var MASSA gaman eins og hugrún myndi eflaust orða það.... en sjitt! ég er sko alveg búin að finna hver minn helsti veikleiki gagnvart hinu kyninu er!! híhí

jæja.. frekar tilgangslaust blogg en ég bloggaði þó!

ást!


mynd: ég og uppáhalds íslenski terroristinn minn - Katrín - á Airwaves :)

sunnudagur, maí 18, 2008

Berlín - Poznan - Kraká - Varsjá!

jæja litlu lömbin mín...

þá er ég loksins farin í kórferðina miklu! Eftir smá panikk í dag þá held ég að ég sé ekki laus við að hafa smá fiðring í maganum ;)

leiter!

edda flökkukind

miðvikudagur, maí 14, 2008

Idol!

Ekki American Idol þó!

ég á mér nýtt idol! Þetta Idol mitt er sko ekki einhver útdauður api sem ég hef verið að deita síðustu vikuna og stundað það að fá mér kaffibolla með og ræða um heimspekilega hluti!

Þetta ædol mitt er söngkona að nafni Kate Nash!
VÁ hvað ég elska stílinn hennar! Fötin og hárið! Ég mundi sko vilja fara að versla með henni! Myndböndin eru líka í sama stíl og ágætis dægrastytting! :)

Tónlistin er líka mjög skemmtileg og nú langar mig í disk þannig að ég mun fara að leita af henni í Berlín og Póllandi!
http://www.myspace.com/katenashmusic - mæli reyndar frekar með því að jútúba hana.. þar eru fleiri (skemmtilegri) lög.


Já.. mig langaði bara að deila þessari merkilegu uppgötvun minni með ykkur! Vonandi fær þetta betri hljómgrunn heldur en pólitíkin hér að neðan! ;)

kossar,
Edda Apaköttur :)

fimmtudagur, maí 08, 2008

Pólitík

Hey! ég er bara búin að vera dugleg að blogga ekki í þessum blessuðu prófum! ;) en ég ætla ekki að tala um þau, heldur um pólitík...


Við kvöldmatarborðið áðan vorum við fjölskyldan að hlusta á sjónvarpið, já hlusta - því við erum svo kúl á mínu heimili að vera EKKI með sjónvarp í eldhúsinu! ;)
enívei.. þá var borgarstjórinn að reyna að réttlæta ráðningu og laun Jakobs Frímans.
Þá fór ég að hugsa (jú, ég geri það víst stundum;) ) hversu oft svona lagað gerist - sérstaklega hér á Íslandi amk! Sem segir bara hversu óhæft þetta fólk er sem er að stjórna landinu okkar! *hóst* sjálfstæðisflokkurinn *hóst* ;)
Ég legg því til að fólk sem ætlar sér í pólitík þurfi að ganga í gegnum ákveðið ferli til að sjá hvort að það sé hæft eða ekki! Sálfræðipróf, ræðunámskeið, munurinn-á-réttu-og-röngu námskeið, mannasiða námskeið osfrv, og svo þyrfti þetta fólk helst að taka "inngang að stjórnmálafræði" í háskólanum! Svo þyrfti þetta fólk líka að tjékka á því hvaða hnit það fær í "political compass" til að það viti örugglega í hvaða stjórnmálaflokk það eigi að ganga!! Með þessu móti er hægt að búa til hæfara fólk. Ég meina lögreglumenn þurfa að fara í lögregluskóla og sumar starfsmenn á elliheimili þurfa að fara á námskeið til að læra hvað skal gera í vinnunni. Af hverju fer fólk ekki á námskeið í því hvernig stjórna skuli heilu landi?
Án efa kæmi í ljós að fáir eða jafnvel enginn mundi ná þessu prófi sem yrði haldið eftir að námskeiðunum lyki !

Mér finnst fólk alltof oft fara út í stjórnmál sökum valdasýki! Ég vil trúa á hina pólitísku rétthugsun og ég vil að þeir sem fara með stjórnvöldin í þessu landi fari eftir því sem þykir réttast og ekki bara þægilegast! En því miður er smekkur manna og dómgreind misjöfn.. ;(

Og ég heimta komment frá öllum sem lesa þennan póst! ;)

OG allir að segja hvaða hnit þeir fengu í Political Compass! ;);)

p.s. 5 dagar í að ég losni úr prísund hlöðunnar og bókanna – 7 dagar í næstu kóræfingu (ein komin með fráhvarfs einkenni) - 8 dagar í próflokadjamm!!!! – 10 dagar í Berlín & Pólland!!! Jahú! ;)

miðvikudagur, apríl 30, 2008

súrt


prófin eru byrjuð.. þannig að nú má búast við virkum bloggurum! ;)
Mig langar til að deila með ykkur tveimur mómentum sem ég átti í dag.. Sem, ja.. voru pínu spes :)
--
Í dag sat ég á bekk í hljómskálagarðinum í nýstings kulda og las bók með iPodinn í eyrunum.

Skyndilega byrjaði svo kafli úr Messu úr C eftir Beethoven.

Þá var eins og stund og staður hefðu horfið sjónum mínum og ég sveif á einhvern stað fjarri öllum kulda og grámyglulegu vorinu sem var búið að taka sér bólfestu í hljómskálagarðinum.

Ég kunni hverja nótu og hvert orð og langaði helst til að byrja að syngja!

Tónarnir sendu mér smá von inn að hjartarótum og ég fann hvernig blóðið hitnaði og kastaðist um allar æðarnar og hvernig vonin færði þannig hita í kroppinn.

Það var líka eins og áhyggjur, hugsanir og tilfinningaflækjur mínar hefðu leitað skjóls á milli hrörlegra runnanna og athyglin ein beindist að tónlistinni og þeim stað sem hún færði mig á. Skyndilega varð heimurinn heldur ekki eins hræðilegur og hann hefur verið upp á síðkastið og þessi próf virtust vera fjarræn og tilgangslaus.

---


Seinna þennan sama dag sat ég á kaffihúsi og skrifaði ljóð.
Þetta hljómar kannski voða artí og töff/asnalegt (eftir því hvernig augum þú lítur á það) en var það í rauninni ekki.


Mér tókst að eyðileggja þetta móment algjörlega með því að panta mér kakó og í stað þess að sitja í þykkum reykmekki á litlu vinalegu kaffihúsi innan um aðra djúpt þenkjandi huga sat ég á hrannalegu nýstárlegu kaffihúsi í Hamraborginni – miðbæ Kópavogs, sem er örugglega ömurlegasti miðbærinn sem finnst á landinu!

En maður getur nú víst ekki ráðið því hvenær listagyðjan kíkir í heimsókn þannig að það var um að gera að nýta sér tækifærið þegar hún bankar upp á, sama í hvernig umhverfi maður er :)

---
Og nú ætla ég að setja diskinn með upptökunni af messunni í spilaran og hlusta :)

mánudagur, apríl 21, 2008


eftir að hafa gert móðursýkislega leit að iPod snúrunni minni (í þriðja sinn á nokkrum mánuðum) í herberginu mínu ákvað ég að kíkja fram í tölvuherbergið og þar sat móðir mín og spurði ég hana hvort hún hefði séð hvíta snúru nokkra á flakki. Hún játaði því reyndar en að það hefi verið fyrir löngu. Ég ákvað samt að lyfta nokkrum blöðum sem láu þarna á skirfborðinu og var snúran þá bara ekki þarna! guði sé lof! Skil ekki alveg hvernig ég hef lifað strætó af allan þennan tíma!
Þrátt fyrir þennan gleðifund þá get ég ekki mikið hlustað á Orishas eða Eivöru því ég neyddist til að setja inn Agnus Dei eftir Penderecki, sem er 20. aldar tónverk sem háskólakórinn stefnir á að flytja þann 27 apríl í Neskirkju.. Þetta er 20. aldar pólskt kórverk sem ætti að segja ykkur tónlistarnördunum nokkuð. "Uppáhalds" hljómurinn minn er 20 raddaður. Þrátt fyrir þessi hræðilegheit þá hef ég lúmskt gaman af því og mæli eindregið með tónleikunum okkar! :)
Ásamt Penderecki þá fuku inn alt línurnar að Shakespeare lögum eftir R. Vaughan Williams. Annað verk er Áralög og Taflvísa, sem er eftir Ríkharð Ö. Pálsson og munum við einmitt frumflytja það. Áralög er mjög fallegt og skemmtilegt lag en ég gjörsamlega HATA Taflvísuna. Röddin mín er amk alveg sjúklega erfið og ég er yfirleitt mjög fljót að læra lög.. ;-/ og svo skulum við sleppa því að fara út í textan - átti þetta reyndar ekki að vera gömul klámvísa?

Þótt ég eigi erfitt með Áralögin þá tókst mér aftur á móti áðan að spila Tears in Heaven tvíhennt á píanóið og það í fyrstu tilraun! *stolt*
Svo fann ég í nótnakassanum mínum (sem ég þyrfti að fara að taka til í) bók með bítlalögum! Í henni eru bæði píanó undirleikur og svo gítarhljómar og svo fyrir rödd. Verst bara hversu hræðilega hátt þetta liggur allt saman!! :/ Eitt lagið fer meira að segja upp á háa c! Ég hugsa að ég gæti þó kannski á góðum degi alveg sungið þau sem fara "bara" upp á g (eða amk virkaði það nokkurn veginn áðan) en annars þarf ég að fara að rifja upp gamla snilligáfu í því að tónflytja! ;)

- Það sem maður gerir þegar maður á að vera að læra fyrir próf!!

þriðjudagur, apríl 15, 2008

stefnumóta þjónusta...?

Ástkærir lesendur mínir virðast ekki vera mjög hrifnir af feminisma.. síðasta vika hjá mér einkennist af feminisma aftur á móti - allavega hvað skólabækurnar varðar, mér tókst sem sagt að lesa allar feminista greinarnar :)

En úr því að feminisminn vakti ekki upp miklar umræður þá ætla ég að reyna að finna skemmtilegra umræðu efni.. Hvað getur verið annað skemmtilegra og áhugaverðara en að tala um hitt kynið? (kaldhæðni?)
(naflaskoðun: er ég að blogga til að fá fólk til að kommenta? Hvaða rétt hef ég til að ætlast til þess að fólk hafi skoðanir á því sem ég hef að segja (þetta var smá útúr dúr - er líklega orðin djúpt sokkin í naflaskoðun mannfræðinnar á 9 og 10 áratugnum (prófstressið farið að segja til sín greinilega)))

Þrátt fyrir að hafa persónulega legið í feministagreinum og naflaskoðunum síðustu vikuna þá voru umræðuefnin við nokkrar vinkonur mínar ekki af sömu sort. Þeim var sem sagt mjög annt um að finna fyrir mig kærasta.Vinkonur mínar eru ekki þær einu sem eru að hjálpa mér við makaleit þessa því feisbúkk tekur líka þátt í því.

Það er hægt að setja ýmislegt dóterí í prófælinn sinn á feisbúkk. T.d. “compare your friends”. Þar geturu séð hvar þú stendur á meðal vina þinna, hvort þú sért talin hugrakkari en Nonni, hvort Siggi sé meira hott en Palli eða hvort Ella sé betri söngvari en Nanna. Það getur nú verið gaman af þessu. Ég til dæmis virðist búa yfir næst mestum skipulagshæfileikum (wtf?) af vinum mínum og vera einnig næst besti meðleigjandinn (þannig að það er vel þegið ef einhver vill bjóða mér að búa með sér – sérstaklega um helgar svo ég spari nú í taxa). Mig virðist samt skorta húmor (ha?), sköpunargáfu (HA?) og þyki heldur ekki sérlega kúl! (bíddu, HA?)
Önnur skemmtilegheit nátengt þessu er Sparkey… Þar færðu að svara því um alla vini vini þinna hvort þú hefur áhuga á að deita þá. Þú færð meira að segja að velja hvort þú lætur þá vita af því eða ekki! (Vá!)
Svo er líka hægt að pikka út ákveðna vini sína sem maður heldur að gæti verið gott par. Er þetta ekki gengið aðeins of langt spyr ég nú?
-
ég efast sko um að næsti kærasti, hössl eða whatever verði fundinn í gegnum stefnumóta þjónustu feisbúkk, ábyggilega auðveldara að finna hann í miðbænum um helgar (miðað við fengna reynslu þar). Þótt að Gunna segi mér að Jón sé mér "comparable" þá er mér nú bara nákvæmlega saman...

Ég ætla nú ekki að tjá mig um dót eins og "hot or not" eða "are you interested" því nóg er orðið af vitleysunni...

Af hverju ekki bara að skrá sig á einkamál.is fyrst maður er að þessu á annað mál? Hrein og bein auglýsing þar á ferð amk...

Endum svo á fróðleiksmolum frá Sparkey, sem segir þér líka hvar þú stendur í desire-leika á heimsmælikvarða:

“Edda!
You are more desirable than 98.05% of people
Why would people like to date you?
"cute" 9 votes
Another 521 people are at your level
Your global desirability ranking is 15,133 out of 27,473,046.” – Facebook.

Þetta ætti nú kannski að gleðja mitt litla hjarta… þrátt fyrir að vera í 50. sæti meðal vina minna í sætleika þá virðist það vera aðal ástæðan fyrir því að netverjar vilji deita mig!

- en þrátt fyrir þetta röfl mitt þá elska ég feisbúkk, þótt að þeir séu búnir að selja stórfyrirtækjum aðgang að mínum persónulegu upplýsingum og noti þær sér til gróða og að eigendur feisbúkk virðast ætla að ná google-risunum hvað gróða varðar...

Jæja... þá ætla ég að reyna að fara að sofa í hausinn á mér og hætta að vera andvaka.. bókhlaðan, háskólatorg, rannsóknaraðferðir í mannfræði, inngangur að líffræðilegri mannfræði, bókhlaðan (?), jarðsetning, kóræfing og óperan á morgun – spennandi tímar framundan!

Buona notte amori miei,

La vostra eddina :)