Draumórar í íslenska skammdeginu...

þriðjudagur, september 13, 2005

skólablogg

já... talvan mín heima er í einhverjum mómælaaðgerðum um það að leyfa mér ekki að pósta þar!! Hún gerir mér heldur ekki kleift að senda e-mail með póstinum sem ég ætlaði að birta um minn brjálaða mánudag fyrir meira en viku!!

En það er bara allt fínt/slæmt að frétta! Sé fram á brjálaða önn!! Ég er í verkefnaskilum og prófum upp á hvern einasta dag! Ég hef svona 3 - 4 tíma heima á dag tils að sinna lærdómi, tónlistarnámi, skiptinema og þörfum mínum!! Og mér til mikillar (ó)ánæju ákvað söngkennarinn að hún ætlar að strita mér út núna til þess að búa til hinn fullkomna tón og sérhljóðaframburð! 8-/ Þannig að ég sé fram á brjálaða tíma með MIKLU stressi!! Svo verður tekin (afslöppunar) ferð til Parísar í lok október og svo mun ég líklega taka flugið suður í lok febrúar til hinns heimalands míns!!
Núna ætla ég að fara að læra fyrir prófið sem ég er að fara í núna á eftir... :) Bless í bili!!!!!!!!!!!!!!