Draumórar í íslenska skammdeginu...

mánudagur, september 19, 2005

sumir dagar eru hræðilegir þegar maður fær þá marga í röð! :( ég er að upplifa svoleiðis tvær vikur í röð! Það er brjálaðslega mikið að gera hjá mér í skólanum og ég hef engan tíma tils að stunda það sem mér finnst verulega gaman!! Ég meina, mig langar mikið meira á kóræfingu heldur en að skrifa lýsingu á Staðarsókn árið sautjánhundruðogsúrkál! Mig langar mikið meira að æfa mig fyrir sönginn en að greina ljóð!! Svo vinnur maður eins og brjálaðingur og fær svo ekkert gott upp úr því!! Ég fékk eitt verkefni í dag sem fékk miklu minni einkunn hjá "sumum" en það átti skilið!! Það er alveg ótrúlegt hvað einkunnir geta haft mikil áhrif á mann!! Mér var skapi næst að segja mig úr helvítis áfanganum...
Porca troia!! Una testa di merda!!! Alltaf gaman að blóta á ítölsku!

Já.. fullkomnunaristar eiga erfitt líf.. Núna ætla ég samt að láta reiði mína bitna á ljóðagreiningunni og fá svo útrás á leiklistaræfingu á eftir!!!