Draumórar í íslenska skammdeginu...

mánudagur, nóvember 14, 2005

af kommúnistum og fasistum...

í morgun þegar ég var á gangi fór ég allt í einu að hugsa um gamla skólann minn úti og það rifjuðust upp gamlar minningar. Jú, það var nú þannig að þó að Ítalir séu flestir vinstri sinnaðair þá var ég í einhverjum pleppa skóla þar sem meiri hluti fólksins var hægri sinnað. Ég var með 3H í leikfimi um tíma og það var bara mesta tjill ever og innihélt þessi bekkur samansafn af heitustu gaurum skólans. Við sátum alltaf bara inní klefanum og spjölluðum og hlustuðum á tónlist og voru oftar en ekki strákarnir sem ekki nenntu að vera í körfubolta inní kvennaklefanum. Á milli þess sem talað var var farið út að reykja!! Einstaka sinnum vorum við þó kölluð fram af kennaranum tils að fara í blak. En allavega þá var það einn daginn að einn gaurinn vindur sér að mér og Julie fra Norge og spyr okkur um pólitík. Julie varð fyrri til svara og sagðist vera hægri sinnuð (vil koma því á framfarir að hún er í svona snobb skóla í Norge aka. verzló). Ég leit á hana soldið hissa þar sem það viðgengst að skiptinemar séu svona aðeins til vinstri. Gaurinn spurði mig og ég sagðist jú vera hrifnari af vistrimönnum. En gaurinn misskildi þetta og hélt að ég væri sko kommúnisti!! Eftir það gekk ég undir nafninu íslenski kommúnistinn. Gaurinn sjálfur sagðist sko vera fasisti alla Mussulini og vera sko eins langt til hægri og hægt væri!!! Svo talaði hann um það hve Hitler hafi verið sniðugur á sínum tíma, sem er gott dæmi um það hve Ítalir eru miklir rasistar! Hann reyndi svo að útskýra mér þetta allt sko, hve Mussolini hefði verið frábær og allt það. Ég hló nú bara að vitleysunni í honum en þar sem þetta var í svona október þá var ég ekki komin með nógu mikla kunnáttu á málinu til að geta tjáð mig um mínar perónulegar pólitísku skoðanir. Í bekknum var svo alltaf talað um mig sem íslenska kommúnistan og jafnvel í trúarbragðafræði var Julie spurð hvortég væri í alvörunni kommúnisti og AF HVERJU!! Mér finnst þetta nú bara soldið skondið, eh..!?

En já.. það er stundum gaman að rifja upp svona skemmtilegheit frá skiptinemaárinu mínu :)