Draumórar í íslenska skammdeginu...

föstudagur, janúar 13, 2006

Ballettdansarinn ÉG!

Söngkennarinn minn fékk þá undarlegu flugu í hausinn á sér að ég gæti dansað ballett. Þess vegna mun ég dansa spreybrúsadans í óperunni sem verið er að setja upp í tónlistarsk. Við erum þrjár stelpur sem erum að þessu og hinar tvær eru búnar að vera í dans síðan þær voru 6 ára. Dansinn er að vísu ekkert ótrúlega erfiður, engin flikk flökk eða ballettstökk.. Ég mun örugglega líta svoldið illa út við hliðina á þessum stelpum með mínar fótboltalappir!! ;) En annað hvort mun þetta takast ágætlega og ég mun standa mig vel sem er gott eða þá ég mun klúðra þessu svo mikið að það verður svo fyndið að ég mun hlægja mig dauða að því!! ;D Ég fæ meira að segja ekki einu sinni að syngja !! Þetta er víst einhverskonar auglýsing í auglýsingarhléi og við verðum víst að dansa með einhverja spreybrúsa!!

Fyrir utan þessa óperuæfingar, sem eru tvisvar í viku skilst mér, þá eru kóræfingar tvisvar í viku líka. Ég er búin að taka þá lokaákvörðun að vera hetja og hætta ekki í kórnum í bil allavega.. ;) verð samt að segja að ég hefði ekkert á móti því að fara í annan kór.. en þetta verður að duga í bili þar til betra býðst.. ;)

Svo er það blessað söng námið. Ég þarf að leggja mig mikið fram núna tils að ég nái sem lengst. Ég ætla ekkert að vera að taka miðprófið núna, enda allt of mikið að gera, en ég ætla að reyna að gera það um svipað leiti og ég útskrifast úr MH. Því þarf ég að vera extra dugleg að æfa mig heima :( (eitthvað sem ég er aldrei dugleg við að gera...)

Já.. Það nýjasta er svo leikritið. Ég sem sagt verð með í leikritinu sem sett verður upp í vetur og það verða örugglega fullt af æfingum þegar nálgast fer í frumsýningu.

Sem sagt þá er ég á fullu á hverjum degi... Föstudagar eru lúxus dagar því þá er ég í gati í skólanum og er ekki í neinu eftir skóla!! :D

jæja.. ég er þá farin úr þessari skólatölvu.. er búin að missa af strætó svona 3var sinnum... núna...

ADIOS AMIGOS!!