Draumórar í íslenska skammdeginu...

fimmtudagur, janúar 12, 2006

bætti inn tengli á hana Auði Apa sem er núna á Ítalíu í ítölskuskóla!! =)

Annars er bara allt ágætt að frétta af mér. Skólinn er byrjaður aftur og ég er hvorki meira né minna en í 22 einingum í töflu sem þýðir eitt gat í töflu og einn morgun sem fer samt í söng tíma og ég er alltaf til hálf fjögur, nema á miðvikudögum en þá fer ég samt beint upp í tónó í undirleik og er búin þar hálf þrjú.
Áfangarnir mínir:
Fra 4036 - málfræði, stór hópur, og þekki mjög fáa þeir eru samt fínt fólk :)
Fra 2136 - franskar kvikmyndir hjá Gerard, mætingarskylda á mínútunni sem hringir inn!
Íta 213 - ítalskar kvikmyndir. MJÖG lítill hópur, erum 10 sem er mjög þægilegt, en samt mjög gaman að fá að hlusta á ítölsku, reyndar er líka mikil saga kvikmyndanna á íslensku en hugsa að þetta verði gaman, alltaf gaman að tjá sig um ítalska menningu!! ;)
Hei 1036 - Heimspeki. Veit ekki hvað skal segja, var í fyrsta tímanum áðan.
Sag 3036 - 60% sagnfræði ritgerð.. úff... Kennarinn er samt mjög fyndinn :P
Ísl 3936 - galdrabókmenntir. Mjög skemmtilegur áfangi hugsa ég :)
Fél 3036 - stjórnmálafræði hjá Stefáni Karls! Mjög skemmtilegt. Ætli ég geti ekki ákveðið þá í annarlok hvort að ég ætti að fara í stjórnmálafræði eða ekki í HÍ haust 2007!! (vá, langt þanngað til!!)
Lík 701- jóga framhald :)

Eitt lokapróf í vor, í heimspeki og fullt af ritgerðum og verkefnum í nánd.. En gaman....

bæti við í næstu frímínútum hvað ég er svo að gera fyrir utan skóla..