Draumórar í íslenska skammdeginu...

þriðjudagur, janúar 24, 2006

minningar...

það er liðið meira en ár síðan ég fór og hálft ár síðan ég kom til baka. Samt er eins og allt sé svo fjarrænt, hafi kannski aldrei gerst, heldur sé bara í hausnum á mér. Samt finn ég hvernig allt er breytt síðan þá. Ég sjálf, aðrir og einnig heimurinn sjálfur. Myndirnar minna mig á tilfinningarnar og fólkið. Einstöku bréf og símtöl minna mig á við og við að þetta var allt satt og raunverulegt. Ég tilheyri því ekki aðeins þessum heimi sem þið þekkið, heldur líka þeim heimi sem mér finnst stundum að sé aðeins í hausnum á mér, þið fenguð aldrei að upplifa þann heim. Ég lifi þess vegna tví lífi sem þýðir að aðeins hálf ég er hér. Partur af mér varð eftir í sumar og svo ferðuðust litlir partar út um víðan hnöttinn. Ég sjálf kom heim með parta af öðrum sálum. Þessir sálarpartar eru frá vinum mínum, vinum sem munu alltaf búa í hjartanu en ég mun sjalnda hitta, ef ég mun þá hitta þá það sem eftir er. Ég er með heimþrá.
Hlutirnir verða aldrei eins og þeir voru og ég verð aldrei eins og ég var.