Draumórar í íslenska skammdeginu...

mánudagur, janúar 02, 2006

árið 2005

Það virðist vera vinsælt að gera gamla árið upp á bloggsíðum bæjarins.
allavega.. Mín síðustu áramót voru frekar slöpp. Var föst upp í ítölsku ölpunum á skíðum með vini mínum frá Japan. Ég kunni ekki á skíði (sem öllum fannst mjög fyndið þar sem ég var frá ÍSlandi) og ég held ég fari ekkert aftur á skíði í bráð.. hehe.. ;P EN allavega þá gerðist ýmislegt hjá mér á árinu 2005.

  1. Fór til Feneyja
  2. Ég fékk nýja fóstur fjölsk.
  3. Carnivalið í bænum mínum !! (Sem er svo frábært að ég er að fara aftur núna í febrúar)
  4. fór til Sikileyjar
  5. fór til Parísar í Disneylandið þar
  6. fór til Rómar
  7. eignaðist ítalskan kærasta
  8. lærði hipp hopp dans
  9. fór til Puglia (héraðið á hælnum á ítalíu)
  10. Fór á alvöru ítalskan fótboltaleik og keypti miðann á svörtu.. úps..
  11. kom heim frá Ítalíu!
  12. eignaðist belgíska systur
  13. byrjaði aftur í MH
  14. varð AFS sjálfboðaliði
  15. fór til Parísar með MH
  16. fór á ótrúlega skemmtileg djömm með elskulegum vinum mínum hérna á Íslandi o.m.fl.!!!!

Árið var skemmtilegt verð ég að segja.. og mér finnst árið 2006 hafa bara byrjað mjög vel ;) thíhí... En ég vona að árið 2006 verði skemmtilegra en árið 2005 en það mun reynast erfitt.. við sjáum bara til!!

ó sjitt.. það var að renna upp fyrir mér að ég verð 20 ára á þessu ári... 1986 - 2006.. hehe... =/