Draumórar í íslenska skammdeginu...

laugardagur, maí 13, 2006

"það er gott að búa í kópavogi" - er það?

Á þriðjudaginn fór ég í fyrsta prófið mitt og það síðasta í mh þessa önnina. Það var heimspeki og gekk bara vel, krossaspurningarnar voru aldrei þessu jafnt bara nokkuð auðveldar og mér gekk ágætlega með skrifuðu spurningarnar. Lærði þannig séð ekkert mikið fyrir prófið þar sem ég vissi a ég mundi fá svona 8 í því miðað við gengið í vetur.

[Viðvörun = Stjórnmálapóstur]

En þar sem ég var búin að missa af fjarkanum ákvað ég að taka Seinn upp í borg hamrana og fara einn hring þar. Það fyrsta sem ég sá þarna í hinum smekklausa miðbæ kópavogs voru stærðarinnar myndir af frambjóðendum samfylkingarinnar á cafe borg. Þegar litið er svo hinumegin við götuna voru svo fánar vinstrigrænna. Vinstri grænir hafa ekki verið áberandi í bæjarpólitíkinni hér í kópavoginum og buðu þeir fyrst fram við síðustu bæjarstjórnarkosningar en náðu ekki manni inn. í dag er markmiðið að koma inn helst tveimur mönnum inn og virðast kópavogsbúar að vera að vakna til umhugsunar um að styðja einhvern annan en Gunnar Birgisson (bæjarstjórinn okkar) sem samkvæmt Bubba Morteins fer í olíubað. Olíubaðið ætti samt að henta honum vel því byggingargleði hans er svo mikil að hann ætlar að fara að byggja út í sjó!