Draumórar í íslenska skammdeginu...

laugardagur, maí 13, 2006

"það er gott að búa í kópavogi" - er það?

En aftur að upprunalegum söguþráð. Þar sem ég sá þessa fána kviknaði svo hugmynd hjá mér að kíkja kannski í heimsókn á þessar skrifstofur og næla mér í nælur og lesefni, til að vita líka við hvern maður á að setja EKS þegar þar að kemur. Ég trúi því líka að maður þarf að vita fyrir hvað maður stendur. Ég byrjaði hjá VGK og eftir að hafa labbað upp margar, margar hæðir fann ég litla kosningaskrifstofu og mann að nafni Emil. Emil er ungur og efnilegur frambjóðandi í þriðja sæti á framboðslistanum og sat ég á spjalli við hann í svona einn og hálfan tíma held ég. Hann er einnig formaður VG í kópavogi. Við röbbuðum um umhverfis- og menningarmál, menntunar- og skipulagsmál, hagsmuni innflytjenda og kvenfrelsi, auk þess að ég spurði hann út í tónlistarskólavesenið og svo báru upp á góma okkar samsæriskenningar og byggingagleði Gunnars B. Ég sníkti nokkra pappíra og fékk nokkrar flottar nælur og póstkort sem er mjög skemmtilegt og lýsir mjög stefnu ríkisstjórnarinnar í dag. Þegar ég sagðist nú ekki vera flokksbundin eða neitt en hefði nú samt ákveðin áhuga á pólitík var reynt að lokka mig í starf UVGK og mér væri svo velkomið að kíkja á uppákomur og þess háttar það væri nefnilega svo gefandi og gaman að vera í svona flokkstarfi. Að lokum þakkaði hann mér innilega fyrir spjallið og sagðist hafa haft gaman af heimsókn minni og sagði að það væri alltaf gaman að fá fólk með hugsjónir til að rabba við. Ég hélt því ánægð með uppskeruna út á götuna og veðrið var sem spegilmynd líðan minnar sem stuðlaði að enn meiri hamingju. Ég gekk því nokkra metra upp að gamla húsnæði Tónlistarskólans og skottaðist upp á þriðju hæð. Þar var mikið stærri skrifstofu að finna og þar settist ég á spjalli við formann ungra jafnaðarmanna í kópavogi. Við hann talaði ég svo í rúman klukkutíma. Við skiptumst á skoðunum og álitum, rifumst smá um Evrópusambandið og ég fræddist um stefnu þeirra í sambandi við Tónlistarskólamálin. Hann spurði mig svo hvað mér fannst og hverjar mínar skoðanir væru og ég bað hann svo að rökfæra sínar skoðanir. Einnig var rabbað hér um umhverfis-, menningar-, innflytjenda-, menntunar-, kvenfrelsis- og skipulagsmál. Ekkert kaffi var í boði hér en hann bauð mér að kíkja á kaffi borg núna á næstunni þar sem þeir væru að koma upp aðstöðu og þar væri hægt að fá kaffi og kleinu. Að lokum tók hann mig svo að lokka mig inn í ungliðastarfið þeirra. Hann tók niður e-mailið mitt og lofaði að senda mér e-mail um uppákomur og þess háttar sem væri í boði á vegum ungra jafnaðarmanna. Ég fékk engar nælur en svolítið magn af glanspappír. Að lokum þakkaði hann mér kærlega fyrir spjallið og sagði mér að smám saman mundi hann geta sannfært mig um inngöngu Íslands í ESB og það kæmi bara með tímanum. Hann sagði líka að það væri sjaldan sem að svona ungt fólk kæmi að tala um pólitík og hefði eitthvað vit á því og vissi um hvað það væri að tala og með góðar hugsjónir. Hann sagðist svo vona til þess að sjá mig aftur og ég þakkaði kærlega fyrir mig og þær upplýsingar sem hann hafði veitt mér. Ég trítlaði svo niður stigann og kom út í þetta dásemdar veður sem gerði mig svo glaða að ég ákvað bara að labba heim til mín! Á leiðinni heim var svo heitt að ég var að kafna! Þegar ég kom heim sagði ég svo foreldrum mínum hvað ég hefði eiginlega verið að gera í dag en það fussaði bara í pabba mínum svo ég ákvað að láta um kyrrt sitja og halda þessu bara fyrir mig. Yfir kvöldmatnum sagði pabbi minn svo: “Hva, hún er bara orðin kommúnisti áður en maður veit af!” – ekki skil ég nú hvað allir eru alltaf að bendla mig við kommúnisma. Ókei, ókei.. ég skrifaði nú ritgerð um kommúnistabyltinguna í Kína og svo um Maóisma í annarri ritgerð.. Vinur minn fá Argentínu heimtaði að fá mynd af mér með Che Guevara bók í hendinni og hnefann á lofti! Ég er í mh en það þýðir ekkert að ég sé kommúnisti svo hættið að halda því fram! En þetta var bara út-úr- dúr. En allavega þá er ég skrefinu nær að um það við hvern skal eksa þegar þar að kemur. Ég ætla nefnilega að eksa við þá sem standa fyrir það sem mér finnst skipta máli, ekki við þá sem ég þekki eða tel mig geta grætt á. Kant sagði að þú skalt ætíð fara eftir þeirri lífsreglu sem þú vilt að verði að almennu lögmáli. Þú skalt ekki fallast í freistni með því að breyta rangt til að ná fram eigin hagsmunum og brjóta þannig á hinu skilyrðislausa skylduboði. Það er skylda þín að breyta rétt!! Til að ljúka þessu svo þá virðast nýjir tímar að nálgast í pólitíkinni í Kópavogi. Allavega að mati Samfylkingarinnar og VG enda er kannski tími til að stjórnin úr hægri kanntinum sem er búin að vera við völd í ein 16 ár fari í smá frí og endurnæri hugmyndaflug sitt. [/Viðvörun lýkur] Jæja?! Hver entist í að lesa þetta? ;)