Draumórar í íslenska skammdeginu...

sunnudagur, maí 07, 2006

grallarar

í gær gerðist ég óþekkur námsmaður og fór og kíkti niðrí bæ ásamt henni drauma dísu.
við ætluðum nú ekkert að vera lengi þar sem við erum nú báðar í prófum og söngpóf að koma upp. en allavega þá löbbuðum við beint inn (!!) á kúltúra og settumst í sófa og ræddum málin og slúðruðum smá inn á milli ;) ég verð að segja að kúltúra er mjög áhugaverður staður. það er svo mikið af týpum þarna, alls konar fólki bara og ég verð að viðurkenna að ég gleymdi mér svolítið í því að horfa á fólki og undrast yfir fjölbreyttninni.

en á endanum kom svo fólkið sem við vorm búnar að mæla okkur mót við :) þá var kjaftað og dansað og drukkið (nema ég, ég var á bíl) en samt í hófi samt... allavega þá átti ég í samræðum við eina manneskjuna á þremur tungumálum (eða kannski fjórum...) það kvöld. plús það að hlusta á spænsku líka.. þetta var nú merkilegt.. alltaf gott að geta tjáð sig í sem flestum orðum.

við komum seinna heim en áætlað var vegna ýmissa ástæðna, en ein stór var sú að ég þurfti að keyra dísu í grafarholtið sem er bara langt frá öllu!!

í morgun var ég svo dregin niður í morgunkaffi úti í sólinni. ég settist svo út seinna um daginn og tók með mér heimspekibækurnar (þær sem ég ætti að vera ða lesa einmitt núna) og svo tölti ég niður í snæland vídjó og keypti mér ís, eftir að hafa beðið í 10 mín. langri röð...

svo kom ég hinngað í tölvuna að hangsa.. ég virðist þjást af einbeitingarleysi á háu stigi í augnablikinu... =/

jæja þá eru það epikúringar og skyldusiðfræði :)