Draumórar í íslenska skammdeginu...

fimmtudagur, maí 25, 2006

kosningaáróður..

ég er að drukkna í bæklingum og bréfsnefsum frá flokkum bæjarins... ég er búin að fá 2 risa plaggöt frá framsókn þar sem hægt er að svara nokkrum heimskulegum spurningum um þau og vinna utanlandsferð í staðin. spurningarnar eru svona:
Hver er í 4. sæti framsóknar í kóp.?
a) bjarni fel
b) samúel örn man-ekki-hversson
c) david beckham

svo er d listinn búinn að senda mér geisladisk og hringja í mig og fleira, samfylkingin sendi í dag fréttablað ungra jafnaðarmanna í kóp á glanspappír og líka til sigurðar, bróður míns. kom mér skemmtilega á óvart hvað ég kannaðist við mörg andlit í blaði ujk.. fólk sem maður vissi ekki að hefði áhuga á pólitík. kannski voru þau bara að nota random myndir, hver veit. í dag kom líka bréf frá vg. eitt lítið, ljósritað mjög flatneskjulegt bréf, póstkort (geggjað samt), næla UVG og mynd af emil...

reyndar eru stjórnmál mjög flatgneskjuleg yfir höfuð...

er samt búin að ákveða hvað ég á að kjósa ;)


Könnun:
á ég að ganga í stjórnmálaflokk?
Hvaða flokk?


svar óskast í kommentum