Draumórar í íslenska skammdeginu...

föstudagur, júlí 21, 2006

hér á eftir koma nokkrar pælingar um það sem hefur þotið um eyru mín síðan ég bloggaði (þar)síðast..

fólk hefur verið að segja hvað sambönd væru mikið vesen og enduðu hvort eð er alltaf í leiðindum og hönki.

Þá var eitt sjónarmiðið: Ég sef fyrst hjá stráknum og svo kannski byrja ég með honum, eða dúlla mér með honum. Það er svo ömurlegt að fara á svona deit og maður veit aldrei hvað maður á að segja og byrjar að tala um liti á gardínum (ekki spurja :/...).
sem sagt ef það er túlkað þá er betra að brjóta ísinn með því að ríða stráknum fyrst.

Svo var líka sagt að eftir að hafa lent í alvöru sambandi 13 ára í 3 ár (minnir mig) þá enntist viðkomandi ekki í fleiri sambönd.
sem sagt að eftir að hafa lent í alvöru sambandi svona ungur verður maður svoldið skemmdur og getur ekki komið sér í alvöru samband um ákveðin tíma.

Annað var að viðkomandi gat ekki séð sig með aðeins einni manneskju í 40 ár, það ætti bara ekki við manneskjuna.
sem sagt þá mun það ekki hennta viðkomandi að stofna og búa í kjarnafjölskyldu mynstri.

En ef maður er með sömu manneskjunni í 40 ár þá veit viðkomandi hvað maður vill og hvað maður vill ekki og þekkir betur inn á mann. Fiðringurinn í maganum hverfur ekkert endanlega þótt maður sé ekki enn þá tipplandi á tánum í kringum heitan eldinn.

Maður gæti meira að segja lennt í því að eiga rómantískar gönguferðir á ströndinni við Vitann á seltjarnarnesi og þurfa að hoppa á steinunum til þess að komast til baka sökum há flóðs. Og það er haldið í höndina á manni og manni er hjálpað að hoppa yfir stærstu hindrunina og jafnvel fórnað sér fyrir mann með því að lennda í sjónum með aðra löppina til að hjálpa manni yfir :) <3<3

nú nenni ég ekki að skrifa meira..
er í vinnunni og það eru allir bara rólegir og ég ætla að athuga hvað er í sjónvarpinu...

p.s. minns er sólbrunninn!! ;) ;)