Draumórar í íslenska skammdeginu...

mánudagur, ágúst 28, 2006

kvef og nýir íslendingar frh.

Um helgina var ég í Kaldárseli í arrival camp AFS. Þar var tekið á móti 42 skiptinemum sem verða hér næsta árið. Þetta var fríður hópur og einstaklega stilltur. Enginn slær þó Joke við ;) hún er bezt, meira að segja með zetu ;) Það var þó ein belgísk stelpa sem minnti mig voðalega á hana systur mína, bæði í töktum og útliti :P Belgísku stelpurnar voru svo hressar að þær fóru í eltingarleik á flugvellinum því þær nenntu ekki að hanga inn í rútu og bíða ;D já.. það er alltaf gaman að vera skiptinemi get ég sagt ykkur. Þau eru svo miklar dúllur!! :) :) :) Mikið langaði manni nú að taka einn með sér heim eftir helgina... eða þá að fara heim með einni fjölskyldunni.. Það var einn strákur frá Bandaríkjunum sem mér kom mjög vel saman við. Hann fílar Björk, Sigur rós og Múm og hefði ég fengið að ráða hefði hann farið beint í MH!! En hann býr því miður á Ísafirði þannig að það verður erfitt :P En þess í stað bauð ég honum að koma og heimsækja mig í bæinn og við gætum farið á tónleika eða eitthvað skemmtilegt saman. Svo talaði hann klikkaðslega góða íslensku! Díses kræst bara.. maður gat haldið uppi samræðum við hann á íslensku.. algjör dúlla!!! :)

en já... þetta er frekar tilgangslaus póstur..

held ég fari bara að sofa þar sem ég svaf mjög illa síðustu nótt... (hverjum ætli það hafi verið að kenna?? ;) ;) ... )
A domani
Buona notte!!
Adios!! :)
edda