Draumórar í íslenska skammdeginu...

mánudagur, ágúst 28, 2006

Kvef og nýjir íslendingar

Já, haustið er að koma og það byrjar með kvefi sem nær upp í augu.. :( Með haustinu byrjar líka skólinn og flestir eru sestir á skólabekk á ný.. MH er yndislegur skóli og ekkert slæmt um hann að segja en ég verð að segja að mér líði svoldið undarlega innan um 300 ný busa plús busana síðan í fyrra sem eru náttla enn busar fyrir mér og fólkið sem er á 3. ári núna sem voru náttla busar þegar ég var úti og því töldust þeir oft með busunum í fyrra. Sem sagt ég og 1000 busar. hehe... ;)

Ég átti stutt spjall við hann Jón um þetta í dag. Maður þekkir orðið bara nokkrar hræður og líður hálf undarelga. Að ég skildi nú bara ekki hafa tekið þetta á þrem árum og sleppt því að vera að taka tvær brautir ;( En þá hefði ég ekkert vitað hvað ég ætti að fara í í háskólanum. æjj þetta er ruglingslegur póstur...