Draumórar í íslenska skammdeginu...

fimmtudagur, september 28, 2006

í dag grætur ísland...

Nú ætla þeir að rista djúpan skurð.
Svo djúpan að hann mun aldrei gróa.
Með þessum skurð munu fleiri skurðir opnast.
Sjaldan er ein báran stök.

Með þessum skurði munu þúsundir annarra lífvera missa heimili sín.
Lífverur sem mér þykir vænt um og elska af öllu hjarta.
Smám saman mun ég blæða og þar með blæða allir sem á mér þurfa að halda.
Án mín er ekkert líf.


(fyrirsögnin tengist ekkert eftirfarandi pósti)

á mánudaginn var afmæli í skólanum og eins og í alvöru afmælum þá fengu allir ís.

Afmælisbarnið var enginn annar en MH sjálfur og sungum við nemendur og kennarar hans "hann er 40 ára í dag" undir fögrum undirleik Jóa stærðfræðikennara á klarinett og félaga hans....

í tilefni afmælisins var skólinn allur skreyttur með blöðrum í fánalitunum og voru blöðrur við hverja stofu. Allan daginn var manni svo að bregða við að fólk var að sprengja þessar blöðrur...

Í morgun var einn IB-nemandi búinn að troða sér ofan í frystikistuna sem ísinn hði verið geymdur í og var að láta taka myndir af sér...

það sem þessum IBburum dettur í hug... ;)

þið sem vitið ekki hvað IB nemi er eruð bara ekki inn... ;)