Draumórar í íslenska skammdeginu...

mánudagur, nóvember 13, 2006

að þroskast...

já.. maður tekur eftir því að maður er farinn að verða fullorðinn þegar að maður er farin að skoða fasteignablaðið og í stað þess að leita eftir húsi sem mundi passa fyrir fjölskylduna (við erum alltaf á leiðinni að fara að flytja) þá eru 2ja herbergja auglýsingarnar farnar að heilla hugann. Svo í stað þess að hugsa um það hvernig maður ætli að hafa herbergið sitt þá er maður farinn að skoða sófasett og Ikea bæklinga og innréttingar... Maður er meira að segja farin að hugsa að lánatöku og hafa áhyggjur af þeim í stað þess að spá í nýjar snyrtivörur eða nýja tískubólu...

Ég hugsa að það væri nú skynsamlegast að búa bara heima eins lengi og hægt (og þolanlegt) er ef maður er eins og ég, með fæturnar á Íslandi en hugann í hinum ýmsu öðrum heimsálfum...

Ég á reyndar oftast ekkert heima heima hjá mér um helgar, en það er önnur saga ;)