Draumórar í íslenska skammdeginu...

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Stefnumót við ástina

ég átti mér stefnumót við æðislegu hælaskóna mína í gær, tók þá í leikhús, þrátt fyrir að hafa hrunið niður stigan fyrir framan húsið mitt um morguninn og meitt mig í hægri ökklanum sökum þess að ég hélt mig vera að missa af strætó. Ég var að missa af strætó til að vera skrifari, skrifari fyrir Vöku sem ég ekki einu sinni styð! Ég var látin skrifa með X-D penna sem ég var mjög ósátt við, en þetta var samt ágætt, ekki jafn slæmt og maður bjóst við. Fyndið samt hvað vökufólkið sagði sérstaklega "HÆ" við mig ef það átti leið hjá.

Ökklinn er enn sár og ég finn ekki sjúkrakassan á heimilinu, spurning hvar hann hefur lennt í flutningunum í sumar. En ég er ástfangin á hælaskónum mínum sem ég fór út með. Þetta var sko ást við fyrstu sýn. Þeir sem þekkja mig hvað best vita vel að ég er svona ballerínu-skó-týpan. Því flatbotnaðari því betra. En þessir skór eru bara svo þægilegir! ég gat gengið á þeim í snjónum úti sem þýðir að allar götur eru okkur greiðfærar!

Fyrir utan sáran ökkla þá er ég með sáran háls. Gæti verið að ég hafi fengið einhverja hægri-veiki í gær. Of mikil nærvera við hægrileikan fer allavega ekki vel í mig. Þegar ég kom heim um 13 var ég með beinverki og illt í maganum og akkurat 37° hita. sofnaði svo fyrir framan sjónvarpið eftir að hafa horft á Casanova, í minningu um Heath Ledger ;( eftir tvo tíma drattaðist ég þá á fætur, mældi mig aftur og var þá komin með 37,6. En amma mín hún Edda var búin að bjóða mér í leikhús þannig að ég skellti í mig verkjalyfum og klíndi framan í mig einhverri málingu og málaði varirnar rauðar. Við nöfnurnar fórum svo á forsýningu á leikritinu Baðstofan eftir Hugleik Dagsson. Það var mjög gott leikrit, enda hún Brynhildur að leika í því, en mér finnst hún frábær! nokkuð var um morð og nauðganir en það fylgir bara ;)


ég geri mér grein fyrir að þessi póstur var frekar stelpu/gelgjulegur en það verður bara að hafa það :P


Annars ætla ég að vera sveitó í skálholti um helgina og vera í ullarpeysu!