Draumórar í íslenska skammdeginu...

sunnudagur, febrúar 17, 2008

viltu vera auminginn minn?

Mig er búið að langa að blogga lengi en hef ekki haft neitt eitthvað nógu merkilegt að segja.. Margt mjög og mis merkilegt er nú reyndar búið að gerast en... ég efast um að það sé hægt að setja hérna inn þar sem aðeins brotabrot af fólkinu mundi líklega fatta og vera inn í þeim málum.. ;) EN ég ætla að reyna að finna eitthvað til að segja til að fólk haldi ekki að endurvakning bloggsins hafa farið út um þúfur...

Um daginn heyrði ég nýtt lýsingarorð yfir sjálfa mig. Það kom frá mágkonu mömmu. Hún sagði að dóttir sín (15 ára) væri eins og ég, svona aumingja-góð! Mér fannst þetta nú bara nokkuð heppilegt lýsingarorð yfir mig! Ég meina, ég vinn á elliheimili, er sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum (og AFS), er að læra mannfræði og stefni á að vinna við eitthvað tengt mannréttindindum! Er ég með aumingja-blæti? Þegar ég var í grunnskóla reyndi ég líka að vera vinkona stelpunar sem var lögð í einelti af bekknum okkar.. Djöfull var ég hugrökk ;) haha...

Ég var annars að vinna um helgina. Ég fékk pínu hrós frá einum vini mínum þar. Stuttu eftir að hafa sagt honum að ég væri að læra mannfræði í háskólanum sagði hann við mig að ég stæði mig mjög vel í hjúkrun og ætti eftir að ná langt í hjúkrunarnáminu! Ég varð að glotta aðeins, sérstaklega þar sem prófessor í hjúkrunarfræði hafði verið að reyna að lokka mig í hjúkrun nokkrum tímum áður á háskóladeginum. Þetta var bara næstum jafn krúttlegt og bónorðið sem ég fékk síðustu helgi ;)