Draumórar í íslenska skammdeginu...

föstudagur, mars 21, 2008

páskahugleiðingar...

í dag kúrði ég undir sænginni í rúminu mínu og hugsaði um daginn í dag - föstudaginn langa. Ég rifjaði upp hvernig það var að vera í sveitinni hjá ömmu og afa um páskana. Við frændsystkinin máttum ekki gera neitt - að okkur fannst amk á þessum degi. Við máttum ekki spila og áttum bara að vera stillt og prúð (sem var mjög erfitt fyrir mig og frænda minn því við þurftum alltaf að vera að slást við hvort annað líkt og hundur og köttur). Ég hugsa að þetta sé nú hræðilegra í minningunni en þetta var í alvörunni.
Annað sem ég hugsaði svo um var messan sem ég söng í í gær. Ég er ekki mjög kristin og fer bara í messur þegar ég þarf þess, en mér finnst alltaf eitthvað þægilegt við það að syngja í messum. Ég hef verið í kór síðan ég var 6 ára þannig að syngja í messum er bara orðinn hluti þess að vera í kór (þó að ég sé núna í háskólakórnum sem fær styrk úr háskólasjóð sem saman stendur af skattpeningi þeirra sem eru utan þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga (eða eitthvað svoleiðis)..). Messan í gær var mjög ljúf. Mikið um táknrænar athafnir tengdar þessum tíma - t.d. þegar messunni var lokið lagði presturinn fimm rósir á altarið og sagði að þær mundu svo fölna og deyja fram á páskadag - líkt og Jesú.

En það var ekki aðalmálið.. þar sem ég lá þarna undir sænginni og hugsaði mis gáfulega og heimspekilega hluti þá kom ég auga á fataskápinn minn - og vitiði hvað?? Hið ómögulega tókst - ég tók til í honum! Það hefur verið að flæða út úr honum síðan ég kom heim frá öllu mínu flakki í sumar og þó henti ég fullt af dóti þegar ég flutti um vorið hér upp á heimsenda... og ég fann peysuna sem ég var í á útskriftinni úr MH sem bjargar alveg árshátíðinni ;)

mamma ákvað að í ár yrði eitt páskaegg keypt handa okkur þremur á heimilinu. ég spái því að pabbi minn muni borða það allt og ég fái kannski karamellu og svo helminginn af botninum ;)