Draumórar í íslenska skammdeginu...

sunnudagur, mars 09, 2008

sléttubönd og forsjöundarhljómar

Í vinnunni í vikunni heyrði ég í útvarpinu að stelpa í ákveðnu múslima landi hafi verið skorin á háls af fjölskyldunni sinni fyrir það að ástarlag var tileinkað henni í útvarpinu.

Mér hefur aldrei verið tileinkað lag í útvarpinu. Ein vinkona mín aftur á móti hefur bæði fengið samið lag og ljóð um sig og það af sitt hvorum stráknum. Ljóðið var meira að segja það fyrsta sem annar strákurinn samdi! Kannski er ég svona gamaldags og halló en ég vildi að ég hefði þennan hæfileika hennar til að fá samin ljóð um mig :)

---

Ég held ég sé búin að finna lausnina á því að fá komment - láta líða sem lengst á milli pósta! ;)

EN fyrir þá sem vilja vita eitthvað um mitt daglega líf ... B)

Ég fór til DK um mánaðarmótin og missti þal af þemapartý kórsins og árshátíð HOMO (nemendafélag mannfræðinema). Ég veit ekki með árshátíðina en þemapartýið var víst skrautlegt og innihélt bleikt og blátt.. En aftur á móti var laugardagskvöldi þessarar helgar eytt með gellum góðum og dansað frá sér allt vit og árshátíðin næstu helgi verður vonandi enn skemmtilegri!

En aftur að byrjun.. Í DK fór ég í 1 árs afmælið hans Olivers (sonur bróður míns) og heimsótti Karinu og Sigrúnu ásamt því að versla helling og sofa endalaust. Fór á djammið í Álaborg og var kölluð kjúklingur af amk þremur. Álaborg er sem sagt ekki komin það langt í tískuvitund sinni að vita að gulu sokkabuxurnar mínar séu málið! Köben var samt æði og er ég viss um að sokkabuxunum hefði verið tekið með opnum örmum þar...

Hugsa að ég láti þetta nægja.. blogg geta verið svo sjálfhverf