Draumórar í íslenska skammdeginu...

mánudagur, apríl 21, 2008


eftir að hafa gert móðursýkislega leit að iPod snúrunni minni (í þriðja sinn á nokkrum mánuðum) í herberginu mínu ákvað ég að kíkja fram í tölvuherbergið og þar sat móðir mín og spurði ég hana hvort hún hefði séð hvíta snúru nokkra á flakki. Hún játaði því reyndar en að það hefi verið fyrir löngu. Ég ákvað samt að lyfta nokkrum blöðum sem láu þarna á skirfborðinu og var snúran þá bara ekki þarna! guði sé lof! Skil ekki alveg hvernig ég hef lifað strætó af allan þennan tíma!
Þrátt fyrir þennan gleðifund þá get ég ekki mikið hlustað á Orishas eða Eivöru því ég neyddist til að setja inn Agnus Dei eftir Penderecki, sem er 20. aldar tónverk sem háskólakórinn stefnir á að flytja þann 27 apríl í Neskirkju.. Þetta er 20. aldar pólskt kórverk sem ætti að segja ykkur tónlistarnördunum nokkuð. "Uppáhalds" hljómurinn minn er 20 raddaður. Þrátt fyrir þessi hræðilegheit þá hef ég lúmskt gaman af því og mæli eindregið með tónleikunum okkar! :)
Ásamt Penderecki þá fuku inn alt línurnar að Shakespeare lögum eftir R. Vaughan Williams. Annað verk er Áralög og Taflvísa, sem er eftir Ríkharð Ö. Pálsson og munum við einmitt frumflytja það. Áralög er mjög fallegt og skemmtilegt lag en ég gjörsamlega HATA Taflvísuna. Röddin mín er amk alveg sjúklega erfið og ég er yfirleitt mjög fljót að læra lög.. ;-/ og svo skulum við sleppa því að fara út í textan - átti þetta reyndar ekki að vera gömul klámvísa?

Þótt ég eigi erfitt með Áralögin þá tókst mér aftur á móti áðan að spila Tears in Heaven tvíhennt á píanóið og það í fyrstu tilraun! *stolt*
Svo fann ég í nótnakassanum mínum (sem ég þyrfti að fara að taka til í) bók með bítlalögum! Í henni eru bæði píanó undirleikur og svo gítarhljómar og svo fyrir rödd. Verst bara hversu hræðilega hátt þetta liggur allt saman!! :/ Eitt lagið fer meira að segja upp á háa c! Ég hugsa að ég gæti þó kannski á góðum degi alveg sungið þau sem fara "bara" upp á g (eða amk virkaði það nokkurn veginn áðan) en annars þarf ég að fara að rifja upp gamla snilligáfu í því að tónflytja! ;)

- Það sem maður gerir þegar maður á að vera að læra fyrir próf!!