Draumórar í íslenska skammdeginu...

fimmtudagur, maí 08, 2008

Pólitík

Hey! ég er bara búin að vera dugleg að blogga ekki í þessum blessuðu prófum! ;) en ég ætla ekki að tala um þau, heldur um pólitík...


Við kvöldmatarborðið áðan vorum við fjölskyldan að hlusta á sjónvarpið, já hlusta - því við erum svo kúl á mínu heimili að vera EKKI með sjónvarp í eldhúsinu! ;)
enívei.. þá var borgarstjórinn að reyna að réttlæta ráðningu og laun Jakobs Frímans.
Þá fór ég að hugsa (jú, ég geri það víst stundum;) ) hversu oft svona lagað gerist - sérstaklega hér á Íslandi amk! Sem segir bara hversu óhæft þetta fólk er sem er að stjórna landinu okkar! *hóst* sjálfstæðisflokkurinn *hóst* ;)
Ég legg því til að fólk sem ætlar sér í pólitík þurfi að ganga í gegnum ákveðið ferli til að sjá hvort að það sé hæft eða ekki! Sálfræðipróf, ræðunámskeið, munurinn-á-réttu-og-röngu námskeið, mannasiða námskeið osfrv, og svo þyrfti þetta fólk helst að taka "inngang að stjórnmálafræði" í háskólanum! Svo þyrfti þetta fólk líka að tjékka á því hvaða hnit það fær í "political compass" til að það viti örugglega í hvaða stjórnmálaflokk það eigi að ganga!! Með þessu móti er hægt að búa til hæfara fólk. Ég meina lögreglumenn þurfa að fara í lögregluskóla og sumar starfsmenn á elliheimili þurfa að fara á námskeið til að læra hvað skal gera í vinnunni. Af hverju fer fólk ekki á námskeið í því hvernig stjórna skuli heilu landi?
Án efa kæmi í ljós að fáir eða jafnvel enginn mundi ná þessu prófi sem yrði haldið eftir að námskeiðunum lyki !

Mér finnst fólk alltof oft fara út í stjórnmál sökum valdasýki! Ég vil trúa á hina pólitísku rétthugsun og ég vil að þeir sem fara með stjórnvöldin í þessu landi fari eftir því sem þykir réttast og ekki bara þægilegast! En því miður er smekkur manna og dómgreind misjöfn.. ;(

Og ég heimta komment frá öllum sem lesa þennan póst! ;)

OG allir að segja hvaða hnit þeir fengu í Political Compass! ;);)

p.s. 5 dagar í að ég losni úr prísund hlöðunnar og bókanna – 7 dagar í næstu kóræfingu (ein komin með fráhvarfs einkenni) - 8 dagar í próflokadjamm!!!! – 10 dagar í Berlín & Pólland!!! Jahú! ;)