Draumórar í íslenska skammdeginu...

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Ferðalag?

rauða ferðataskan stendur í forstofunni tilbúin til ferðar,
hún bíður aðeins eftir því að ferðalingur komi og dragi hana.
dragi hana á vit ævintýranna
og að hún geti fengið að koma troðfull heim,
með nýjum hlutum sem fylla upp í tómarúmið.

Bara að við gætum fyllt út í tómarúmið með nýjum hlutum....

En allavega þá er minns bara stunginn af!!

kem attur 1. mars, skiluru!
það verður tremma stuð því, þúst, ég er svo ógó töff, skilurru!

;)
eddina, che andra' in italia domani con Anna Sóley!! Ci sentiamo presto cari amici miei!! Fate i bravi e nn mancarmi troppo!! hehe ;)

föstudagur, febrúar 17, 2006

tíminn líður hratt...

JÆJA!

ég er lifandi!! (en samt veik...)

í rauninni ætlaði ég að vera búin að setja fullt hér inn en mér bara gefst enginn tími til neins nú til dags!

Óperusýningin er þó búin svo að föstudagar eru ekki lengur einu dagarnir sem ég hef ekkert að gera eftir skóla! En við bætast fleiri og fleiri leikfélagsæfingar! Enda fer að styttast í að við munum setja leikritið upp á fjalirnar í Loftkastalanum ;) Á morgun er æfing frá 13 - 17 og svo er partý annað kvöld en ég veit ekki hvort ég kemst sökum þess að ég er með slæmt stig af hálsbólgu, vantar bara hitann!! Á sunnudaginn þarf ég svo líka að fara á hljómsveitaræfingu kl. 12 og svo kl. 15 á ég að mæta á kóræfingu og kl. 17 eru tónleikar í Langholtskirkju og það er ÓKEYPIS INN!!!

Á þriðjudaginn er ég svo að fara til Ítalíu!!! missi reyndar af árshátíð og lagningardögum, en ég fæ að hitta allt elskulega fólkið mitt á Ítalíu og það verður sko gg* (eða hvernig sem gelgjurnar skrifa það) gaman! Anna Sóley ætlar að koma með mér og við verðum í "góðu stuð"i á Carnevale ;) ;) híhí... allavega þá er lífið bara yndislegt og það er svo gaman að lifa og bara hoppum saman ofan í djúpu laugina!!!

annars var ég í stjórnmálafræði áðan og það kom þingmaður frá Samfylkingunni. Í síðustu viku kom þingmaður frá Sjálfstæðisflokknum og verð ég að segja að mér leist betur á þann fyrr nefnda. Gott menntakerfi og engar stóriðjur sem hækka gengi krónunar svo að hátæknifyrirtækin þurfi að flytja úr landi. Verndum umhverfið!!!! en landbúnaðarstefnan hjá samfylkingunni var soldið loðin.. skildi ekki alveg hvað þeir voru að meina með því að flytja inn landbúnaðarvörur frá þriðja heiminum, hvað verður um okkar landbúnaðarvörur þá?? hmm.. en Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fyrir mig... Um daginn var svo fólk frá Frjálshyggjufélaginu og það var bara mesta vitleysa sem ég hef heyrt lengi sko... Lögleiðum fíkniefni, fáum leyfi hjá einhverjum milla til að stunda kynlíf á miklatúni, göngum nakin niður laugarveginn og tökum niður velferðarkerfið og búum til góðgerðarstofnun þar sem ríka fólkið gefur peninga í sem er svo gefið fátæka fólkinu.... æjj... úps.... hvað er málið?? íslenska...
(ég sem ætlaði að reyna að vera ekki pólitísk hérna...)

Hvern á svo að kjósa í Eurovision??
Bjartmar fær allavega eitt atkvæði frá mér.. var búin að lofa honum því ;)