Draumórar í íslenska skammdeginu...

sunnudagur, maí 18, 2008

Berlín - Poznan - Kraká - Varsjá!

jæja litlu lömbin mín...

þá er ég loksins farin í kórferðina miklu! Eftir smá panikk í dag þá held ég að ég sé ekki laus við að hafa smá fiðring í maganum ;)

leiter!

edda flökkukind

miðvikudagur, maí 14, 2008

Idol!

Ekki American Idol þó!

ég á mér nýtt idol! Þetta Idol mitt er sko ekki einhver útdauður api sem ég hef verið að deita síðustu vikuna og stundað það að fá mér kaffibolla með og ræða um heimspekilega hluti!

Þetta ædol mitt er söngkona að nafni Kate Nash!
VÁ hvað ég elska stílinn hennar! Fötin og hárið! Ég mundi sko vilja fara að versla með henni! Myndböndin eru líka í sama stíl og ágætis dægrastytting! :)

Tónlistin er líka mjög skemmtileg og nú langar mig í disk þannig að ég mun fara að leita af henni í Berlín og Póllandi!
http://www.myspace.com/katenashmusic - mæli reyndar frekar með því að jútúba hana.. þar eru fleiri (skemmtilegri) lög.


Já.. mig langaði bara að deila þessari merkilegu uppgötvun minni með ykkur! Vonandi fær þetta betri hljómgrunn heldur en pólitíkin hér að neðan! ;)

kossar,
Edda Apaköttur :)

fimmtudagur, maí 08, 2008

Pólitík

Hey! ég er bara búin að vera dugleg að blogga ekki í þessum blessuðu prófum! ;) en ég ætla ekki að tala um þau, heldur um pólitík...


Við kvöldmatarborðið áðan vorum við fjölskyldan að hlusta á sjónvarpið, já hlusta - því við erum svo kúl á mínu heimili að vera EKKI með sjónvarp í eldhúsinu! ;)
enívei.. þá var borgarstjórinn að reyna að réttlæta ráðningu og laun Jakobs Frímans.
Þá fór ég að hugsa (jú, ég geri það víst stundum;) ) hversu oft svona lagað gerist - sérstaklega hér á Íslandi amk! Sem segir bara hversu óhæft þetta fólk er sem er að stjórna landinu okkar! *hóst* sjálfstæðisflokkurinn *hóst* ;)
Ég legg því til að fólk sem ætlar sér í pólitík þurfi að ganga í gegnum ákveðið ferli til að sjá hvort að það sé hæft eða ekki! Sálfræðipróf, ræðunámskeið, munurinn-á-réttu-og-röngu námskeið, mannasiða námskeið osfrv, og svo þyrfti þetta fólk helst að taka "inngang að stjórnmálafræði" í háskólanum! Svo þyrfti þetta fólk líka að tjékka á því hvaða hnit það fær í "political compass" til að það viti örugglega í hvaða stjórnmálaflokk það eigi að ganga!! Með þessu móti er hægt að búa til hæfara fólk. Ég meina lögreglumenn þurfa að fara í lögregluskóla og sumar starfsmenn á elliheimili þurfa að fara á námskeið til að læra hvað skal gera í vinnunni. Af hverju fer fólk ekki á námskeið í því hvernig stjórna skuli heilu landi?
Án efa kæmi í ljós að fáir eða jafnvel enginn mundi ná þessu prófi sem yrði haldið eftir að námskeiðunum lyki !

Mér finnst fólk alltof oft fara út í stjórnmál sökum valdasýki! Ég vil trúa á hina pólitísku rétthugsun og ég vil að þeir sem fara með stjórnvöldin í þessu landi fari eftir því sem þykir réttast og ekki bara þægilegast! En því miður er smekkur manna og dómgreind misjöfn.. ;(

Og ég heimta komment frá öllum sem lesa þennan póst! ;)

OG allir að segja hvaða hnit þeir fengu í Political Compass! ;);)

p.s. 5 dagar í að ég losni úr prísund hlöðunnar og bókanna – 7 dagar í næstu kóræfingu (ein komin með fráhvarfs einkenni) - 8 dagar í próflokadjamm!!!! – 10 dagar í Berlín & Pólland!!! Jahú! ;)