Draumórar í íslenska skammdeginu...

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

ég á afmæli á laugardaginn!!

Þá verð ég 19 ára blómadansmær, aðeins eldri og vitrari fyrir vikið ;) !!!

þriðjudagur, nóvember 22, 2005


ég var spurð af því af góðum vini mínu hvort ég vildi ekki koma til Boston/New York um páskana og ég gat ekki gert annað en að athuga miðaverðið... Það kostar á bilino 40.000 - 50.000 bara flugið... =/

ég vildi að það væri ókeypis að ferðast!!!!

sunnudagur, nóvember 20, 2005

tröllskessa


Skáldajötunn

Þú ert nýjungagjarn, tilfinningaríkur innipúki.
Skáldajötunninn er svo opinn fyrir nýjungum á sviði lista og menningar að honum tekst að sjá list út úr óbreyttri skranhrúgu eða einmana slettu á striga. Skáldajötunninn tekur til í herberginu sínu og kallar það listrænan gjörning. Hann er mjög líklega með óskrifaða skáldsögu í hausnum eða óútgefna bók í skrifborðsskúffunni, þ.e. ef hann hefur ekki þegar fengið bók sína útgefna.

Skáldajötunninn lifir fyrir listina og myndi frekar kaupa blek fyrir fjaðurstafinn sinn heldur en brauðhleif þótt hann hefði farið án matar svo dögum skipti. Hann unir sér vel einn með eigin hyldjúpu hugsunum.

Hvaða tröll ert þú?

mánudagur, nóvember 14, 2005

af kommúnistum og fasistum...

í morgun þegar ég var á gangi fór ég allt í einu að hugsa um gamla skólann minn úti og það rifjuðust upp gamlar minningar. Jú, það var nú þannig að þó að Ítalir séu flestir vinstri sinnaðair þá var ég í einhverjum pleppa skóla þar sem meiri hluti fólksins var hægri sinnað. Ég var með 3H í leikfimi um tíma og það var bara mesta tjill ever og innihélt þessi bekkur samansafn af heitustu gaurum skólans. Við sátum alltaf bara inní klefanum og spjölluðum og hlustuðum á tónlist og voru oftar en ekki strákarnir sem ekki nenntu að vera í körfubolta inní kvennaklefanum. Á milli þess sem talað var var farið út að reykja!! Einstaka sinnum vorum við þó kölluð fram af kennaranum tils að fara í blak. En allavega þá var það einn daginn að einn gaurinn vindur sér að mér og Julie fra Norge og spyr okkur um pólitík. Julie varð fyrri til svara og sagðist vera hægri sinnuð (vil koma því á framfarir að hún er í svona snobb skóla í Norge aka. verzló). Ég leit á hana soldið hissa þar sem það viðgengst að skiptinemar séu svona aðeins til vinstri. Gaurinn spurði mig og ég sagðist jú vera hrifnari af vistrimönnum. En gaurinn misskildi þetta og hélt að ég væri sko kommúnisti!! Eftir það gekk ég undir nafninu íslenski kommúnistinn. Gaurinn sjálfur sagðist sko vera fasisti alla Mussulini og vera sko eins langt til hægri og hægt væri!!! Svo talaði hann um það hve Hitler hafi verið sniðugur á sínum tíma, sem er gott dæmi um það hve Ítalir eru miklir rasistar! Hann reyndi svo að útskýra mér þetta allt sko, hve Mussolini hefði verið frábær og allt það. Ég hló nú bara að vitleysunni í honum en þar sem þetta var í svona október þá var ég ekki komin með nógu mikla kunnáttu á málinu til að geta tjáð mig um mínar perónulegar pólitísku skoðanir. Í bekknum var svo alltaf talað um mig sem íslenska kommúnistan og jafnvel í trúarbragðafræði var Julie spurð hvortég væri í alvörunni kommúnisti og AF HVERJU!! Mér finnst þetta nú bara soldið skondið, eh..!?

En já.. það er stundum gaman að rifja upp svona skemmtilegheit frá skiptinemaárinu mínu :)

meira klukk..

jájá.. þá er það meira klukk... Nú var það hún sigrún frænka mín sem klukkaði mig víst... ;P


7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
- verða rík
- fara til S-Ameríku
- fara til Asíu
- læra japönsku
- læra spænsku
- eignast börn, mann og stórt hús
- fara í háskóla og mennta mig mikið

7 hlutir sem ég get gert:
- sungið
- talað ítölsku
- náð í nefið með tungunni
- spilað á klarinett
- eytt miklum pening í skó
- verið ótrúlega sparsöm
- legið upp í sófa og horft á bíómyndir allan liðlangann daginn með popp og kók

7 hlutir sem ég get ekki gert:
- labbað á háum hælum
- teiknað vel
- spilað blak með ítölum
- smellt fingrum með hægri (öfugt við hana Sigrúnu frænku ;)
- verið ófeimin í kringum fólk sem ég þekki ekki mikið
- verið afslöppuð fyrir próf og aðra stóra og mikilvæga áfanga í lífi mínu
- hætt að tala um Ítalíu og allt sem gerðist þar... ;P


7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
- brosið
- augun
- hárið
- bjartsýni
- gáfur
- umhyggja og hlýleiki
- ákveðni í samandi við lífið og framtíðina hans


7 frægir sem heilla mig:
- orlando bloom
- Heath Leger
- Asthon Kutcher
- Bruce Willis
- elijah wood
- Brad Pitt
- Johny Depp


7 orð sem ég nota mikið: (á þessum tímapunkti)
- ke palle
- vaffanculo
- díses kræst
- ohh...*rolleyes*
- ókei
- já
- nei

7 hlutir sem ég sé akkúrat núna:
- Tölvuskjáinn
- flottustu plaggöt plaggatasögunnar unnin af mér, dísu, ekaterínu, maju, rakel og rán í frönsku 233 ;)
- skjaldamerki Íslands útsaumað
- slatta af MH-ingum
- gráa súlu
-stofu 33, frönskustofan
- tilkynningasjónvarpið

7 hlutir sem fólk veit ekki um mig:
- ég er með fæðingarblett á vinstri vísifingri (sem ég uppgötvaði á ítalíu.. já, mér leiddist í skólanum... )
- fyrverandi kærastinn minn heitir Fabio
- mér hefur verið boðið að reykja marjúana af gaur sem var yfir sig ástfanginn af mér og gerði allt til að reyna að sannfæra mig um að það væri allt í lagi
- ég þjáist af fullkomnunaráráttu á háu stigi
- ég hef kysst fleiri ítalska stráka en íslenska... =/
- ég hef mikinn áhuga á pólitík
- ég fékk 10 í bókenntum í 5.bekk í grunnskóla...

Ég ætla svo ekki að klukka neinn heldur mega bara þeir sem vilja apa þennan leik eftir mér...