Draumórar í íslenska skammdeginu...

mánudagur, mars 31, 2008

bleikur til batnaðar

Ég ákvað að bleiki liturinn fær að halda sér um sinn (þeas þar til ég finn ásættanlegt nýtt útlit eða gerist alvöru tölvunörd og bý eitt stykki til) til að heiðra feminisman!
En í tilefni þessa bleika bloggs þá ætla ég að skella inn gömlum feminískum pósti frá því 27. október árið 2005, en þá var svo kallað klukk og kitl að tröllríða blogg heiminum :)

Kitl - 5 staðreyndir um mig! (þann 27. okt. 2005)
  1. ég get ekki labbað um á pinnahælum
  2. ég vil ekki fara í fallhlífa eða teygjustökk
  3. ég get ekki umgengist karlrembur
  4. ég vil ekki verða heimavinnandi húsmóðir
  5. ég vil ekki fá greidd lægri laun en karlar fyrir sömu vinnu....!!!
já.. svona var maður nú mikill hugsuður í menntaskóla :)
þessi póstur hlaut hinsvegar aðeins 4 komment á meðan klukk pósturinn sem birtist þar á undan hlaut 16 komment!

miðvikudagur, mars 26, 2008

tilgangur eða tilgangsleysa?

blogg er rosalega vinsælt fyrirbæri...

Með bloggum er hægt að fylgjast með því hvað fólk sem maður þekki (eða þekkir ekki) er að gera og þarf því ekki að koma af fjöllum þegar maður hittir það næst. Þetta getur líka verið voðalega þægilegt þegar vinir manns í útlöndum eru virkir bloggarar því þá veit maður hvað þeir eru að gera og þarf ekki t.d. að vera í stöðugum bréfaskriftum við þá. En samt fylgja þessu ákveðnir gallar. Ef þú veist allt um manneskjuna af blogginu þarftu ekkert að hitta hana til að vita hvað hún er að bralla sem gerir það að verkum að væntanlega munið þið fjarlægjast hvort annað. Persónulega hef ég allavega fundið fyrir þessu.. Ég hins vegar datt algjörlega út úr þessum bloggheimi þegar ég hætti að blogga sjálf (áður átti ég svona sérstakan blogg hring) og veit bara ekkert um sumt fólk sem ég kallaði vini mína þegar ég var í menntaskóla! En það gerir aftur á móti tilviljunarkennda hittinga skemmtilega en samt pínu vandræðalega - eins og í strætó eða á laugarveginum á djamminu.

Við lifum sannarlega á upplýsingaöld og það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að finna mikið um einstaklinginn á netinu, en hvernig spilar svo virðing við einkalífið inn í þetta? Við úthellum sál okkar og öllum okkar skoðunum á bloggsíðum - hver er tilgangurinn í því? að koma með leiðinleg komment fyrir framan alla þannig að allt fer að loga í netheiminum og fá svo birt um sig frétt í 24 stundum eða fréttablaðinu? Er maður eitthvað meira kúl fyrir vikið?
mér finnst þetta pínu kjánalegt... En blogg eru kannski bara góð afþreyging - ég veit allavega að ég á að vera að læra núna en ekki að blogga...

annar punktur er að nú veit ég að bæði amma mín og systir hans pabba eru að lesa bloggið mitt (og guð má vita hverjir fleiri!). Setur það mér einhverjar skorður um það hvað ég megi blogga um? Þetta setur mig í ákveðna klípu. Augljóslega er ég ekki í sama hlutverki þegar ég er með vinum mínum og þegar ég er í fjölskylduboði. Til að gera þetta nú pínu fræðilegt... Ég get augljóslega ekki talað við ömmu mína um til dæmis hvað ég var ógeðslega full um síðustu helgi og talið upp alla þá skandala mína sem fylgdu því. Ég get heldur ekki leikið þessa feimnu, víðsýnu og vel uppöldnu stelpu sem ég hef verið stimpluð sem hjá fjölskyldunni þegar ég er með vinkonum mínum. Fólki vill oftast gefa sem besta ímynd af sér og kemur því til skila í samskiptum við annað fólk. Þegar það eru svona mismunandi hópar sem lesa bloggið mitt hvernig á ég þá að haga mér?

En hver er svo tilgangurinn með því að skrifa ef enginn má lesa?
- af hverju að skapa ef það er bara fyrir sjálfan sig?

ég veit ekki alveg hvort þið fattið pointið mitt þar sem það er kannski soldið út og suður EN... í alvöru, er þessi blogg síða ekki of bleik?!

sunnudagur, mars 23, 2008

er það bara ég, eða er þetta blogg ekki allt of bleikt??

föstudagur, mars 21, 2008

páskahugleiðingar...

í dag kúrði ég undir sænginni í rúminu mínu og hugsaði um daginn í dag - föstudaginn langa. Ég rifjaði upp hvernig það var að vera í sveitinni hjá ömmu og afa um páskana. Við frændsystkinin máttum ekki gera neitt - að okkur fannst amk á þessum degi. Við máttum ekki spila og áttum bara að vera stillt og prúð (sem var mjög erfitt fyrir mig og frænda minn því við þurftum alltaf að vera að slást við hvort annað líkt og hundur og köttur). Ég hugsa að þetta sé nú hræðilegra í minningunni en þetta var í alvörunni.
Annað sem ég hugsaði svo um var messan sem ég söng í í gær. Ég er ekki mjög kristin og fer bara í messur þegar ég þarf þess, en mér finnst alltaf eitthvað þægilegt við það að syngja í messum. Ég hef verið í kór síðan ég var 6 ára þannig að syngja í messum er bara orðinn hluti þess að vera í kór (þó að ég sé núna í háskólakórnum sem fær styrk úr háskólasjóð sem saman stendur af skattpeningi þeirra sem eru utan þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga (eða eitthvað svoleiðis)..). Messan í gær var mjög ljúf. Mikið um táknrænar athafnir tengdar þessum tíma - t.d. þegar messunni var lokið lagði presturinn fimm rósir á altarið og sagði að þær mundu svo fölna og deyja fram á páskadag - líkt og Jesú.

En það var ekki aðalmálið.. þar sem ég lá þarna undir sænginni og hugsaði mis gáfulega og heimspekilega hluti þá kom ég auga á fataskápinn minn - og vitiði hvað?? Hið ómögulega tókst - ég tók til í honum! Það hefur verið að flæða út úr honum síðan ég kom heim frá öllu mínu flakki í sumar og þó henti ég fullt af dóti þegar ég flutti um vorið hér upp á heimsenda... og ég fann peysuna sem ég var í á útskriftinni úr MH sem bjargar alveg árshátíðinni ;)

mamma ákvað að í ár yrði eitt páskaegg keypt handa okkur þremur á heimilinu. ég spái því að pabbi minn muni borða það allt og ég fái kannski karamellu og svo helminginn af botninum ;)

fimmtudagur, mars 13, 2008

tónlistarhátíðir...

undanfarna daga hefur sú löngun gripið um mig að fara á tónlistarhátíð...
ég er mikið að spá í að fara á aldrei fór ég suður og mig langar líka á hróaskeldu! Ætli ég sé loksins komin með "góðan" tónlistarsmekk eða er það tilfinningin og upplifunin sem maður fær beint í æð sem mig langar að finna fyrir? eða bara að vaða drullupolla með ókunnugum?

edda - opin fyrir nýrri tónlist :)

sunnudagur, mars 09, 2008

sléttubönd og forsjöundarhljómar

Í vinnunni í vikunni heyrði ég í útvarpinu að stelpa í ákveðnu múslima landi hafi verið skorin á háls af fjölskyldunni sinni fyrir það að ástarlag var tileinkað henni í útvarpinu.

Mér hefur aldrei verið tileinkað lag í útvarpinu. Ein vinkona mín aftur á móti hefur bæði fengið samið lag og ljóð um sig og það af sitt hvorum stráknum. Ljóðið var meira að segja það fyrsta sem annar strákurinn samdi! Kannski er ég svona gamaldags og halló en ég vildi að ég hefði þennan hæfileika hennar til að fá samin ljóð um mig :)

---

Ég held ég sé búin að finna lausnina á því að fá komment - láta líða sem lengst á milli pósta! ;)

EN fyrir þá sem vilja vita eitthvað um mitt daglega líf ... B)

Ég fór til DK um mánaðarmótin og missti þal af þemapartý kórsins og árshátíð HOMO (nemendafélag mannfræðinema). Ég veit ekki með árshátíðina en þemapartýið var víst skrautlegt og innihélt bleikt og blátt.. En aftur á móti var laugardagskvöldi þessarar helgar eytt með gellum góðum og dansað frá sér allt vit og árshátíðin næstu helgi verður vonandi enn skemmtilegri!

En aftur að byrjun.. Í DK fór ég í 1 árs afmælið hans Olivers (sonur bróður míns) og heimsótti Karinu og Sigrúnu ásamt því að versla helling og sofa endalaust. Fór á djammið í Álaborg og var kölluð kjúklingur af amk þremur. Álaborg er sem sagt ekki komin það langt í tískuvitund sinni að vita að gulu sokkabuxurnar mínar séu málið! Köben var samt æði og er ég viss um að sokkabuxunum hefði verið tekið með opnum örmum þar...

Hugsa að ég láti þetta nægja.. blogg geta verið svo sjálfhverf