Draumórar í íslenska skammdeginu...

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Bloggíblogg


Já.. mér var bent á að ég bloggaði ekki nóg svo hér er eitt stykki bloggfærsla!

Í dag skráði ég mig í leikfélag MH!! haha.. veit ekki hve lengi ég á eftir að endast í því, fæ samt eina einingu ef ég næ 80% mætingu... við Dísa og Joke munum brillera í þessu örugglega! ;)

Annars hef ég ekkert merkilegt að segja meira, bara að ef þið vitið eitthvað um kaffihúsamenningu í París og um annan skóla þar sem þessi svo kallaða borðamenning MH ríkir líka hafið endilega samband við mig, ég verð einhverstaðar á milli þess að æfa ítalskar aríur og að gera upp við mig í hvaða kór ég ætla eða að fela mig á bak við einhverja skólabókina!

myndin er frá því þegar ég fór og náði í Joke þegar hún kom til Íslands! fyrir þá sem vita ekki hver Joke er þá er húnbelgískur skiptinemi sem mun búa heima hjá mér þetta skólaár! :)

sunnudagur, ágúst 14, 2005

djöfullinn!! Var búin að skrifa LANGAN póst sem hvarf svo!!!

laugardagur, ágúst 06, 2005

já.. ég ákvað að koma mér upp bloggsíðu þar sem mér þykir ótrúlega gaman að kvarta yfir hlutum og blogg síður eru tilvaldnar til þess slags skrifta! Ég ætla líka að reyna að koma betur á framfæri þeirri persónu sem hefur verið að taka mynd og mótast síðasta árið inni mér, sem er ekki alveg farin að stökkva mikið út á yfirborðið en fer að ná yfirhöndinni...

Ég ætla að taka það fram að ég geri mér fulla grein fyrir því að ég tala bjagaða íslensku og að það munu vera málfræði og og stafsetningarvillur í pistlunum, en það gætu líka verið innsláttar og flýtivillur. En þetta getur orsakast af þvi að ég er ekki búin að tala íslensku í asskoti langan tíma og bara búin að vera í mánaðar upprifjun og svo hjálpar það mér kannski ekki mjög að vera að lesa illa þýddar Harry Potter bækur á milli þess sem ég er ekki að vinna, skemmta mér og undirbúa komu hennar Joke!!

Vona að lesendur muni verða margir og ánægðir með innlegg mín...