Draumórar í íslenska skammdeginu...

sunnudagur, apríl 30, 2006

gáfnaljós!

ég verð að segja ykkur þær gleðifréttir að ég komst að því að ég kann að tala frönsku!

jahá.. þetta er nokk merkileg uppgötvun finnst mér.... ég fékk nefnilega 9 í munnlega frönskuprófinu mínu!! Svo fékk ég líka yfir 9 í hlustun og þá endaði lokaeinkunin mín bara í 9!
Jahá... ég var búin að finna það út að ég mundi fá 8 í frönsku (áður en ég fékk að vita einkunnirnar í munnlegaprófinu og hlustuninni) en mundi örugglega ekki ná upp í 9 þannig að ég er bara ótrúlega ánægð!! =) enda er frönskukennarinn minn alveg frábær!! Hlakka sko bara til að vera 5. önnina hjá henni í haust!!! =P

miðvikudagur, apríl 26, 2006

You Are a Golden Blonde
Men see you as flirty and fun, yet deep and thoughtfulYou've got all the pizzazz of a blonde...With the intensity of a brunette
Þá er það komið á hreint krakkar mínir :)

sunnudagur, apríl 23, 2006

jæja... þá er íslenski fjölskyldusirkusinn liðinn undir lok og við taka endalaus próf og ritgerðaskrif og mikið stress alla næstu viku... =/ er að fara í munnlegtpóf í frönsku á morgun, stjórnmálafr.próf á þriðjudaginn og á föstudaginn er söngpróf og þá þarf ég líka að vera búin að skrifa 60% ritgerð sem ég er komin MJÖG stutt með, plús að ég á að vera búin að skrifa ritgerð um Evrópusambandið og svo er einhver 8 blaðsíðna íslenskuritgerð sem þarf að skila í prófunum.. Sem betur fer fer ég bara í eitt próf... úffa... Ég hugsa að í komandi viku muni ég lifa á kaffi og vítamínum... verst hvað mér finnst gott að sofa...

mánudagur, apríl 03, 2006

snjókoma

snjórinn fellur til jarðarinnar
en það myndast engir skaflar.