Draumórar í íslenska skammdeginu...

mánudagur, september 26, 2005

klukk

ég er búin að skrifa klukkpóstinn en hann bara kom ekki því talvan mín heima er leiðinleg... allavega þá klukka ég næsta fólk, Sigrúnu frænku mína, Tinnu nágranna, Önnu Lind Ítalíufara og Kari fra Norge!!! :)

Þið ágæta fólk þurfið að skrifa skemmtilegar 5 staðreyndir eða hluti um ykkur sjálf og klukka svo næstu fimm :)

föstudagur, september 23, 2005

einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, dimmalimm...

já... ég ætlaði víst að blogga um fystu skólflustunguna og komandi helgi og plús það að ég var klukkuð en það er bara ekki tími til þess.. Ég er að fara núna niðrí skóla á ræðuupphitunarkeppni á milli MH og MR kl: 8 svo það er bezt að fara að lalla sér.

Ég fer sem sagt EKKI norður um helgina heldur verð í bænum (gvöð hvað ég hljóma eins og einhver sveitalúði(ekki það að þeir séu slæmir;)) og er að fara í tvö partý! Það er innflutnings/afmælis/fyllirís/djammpartý (eins og hún orðaði það) hjá Lóu og svo er leiklistarpartý líka.. En allavega þá er ég farin í sokkabuxurnar og fer svo að halla mér niðrí MH...

W la musica... Eho, eho, eho...

mánudagur, september 19, 2005

sumir dagar eru hræðilegir þegar maður fær þá marga í röð! :( ég er að upplifa svoleiðis tvær vikur í röð! Það er brjálaðslega mikið að gera hjá mér í skólanum og ég hef engan tíma tils að stunda það sem mér finnst verulega gaman!! Ég meina, mig langar mikið meira á kóræfingu heldur en að skrifa lýsingu á Staðarsókn árið sautjánhundruðogsúrkál! Mig langar mikið meira að æfa mig fyrir sönginn en að greina ljóð!! Svo vinnur maður eins og brjálaðingur og fær svo ekkert gott upp úr því!! Ég fékk eitt verkefni í dag sem fékk miklu minni einkunn hjá "sumum" en það átti skilið!! Það er alveg ótrúlegt hvað einkunnir geta haft mikil áhrif á mann!! Mér var skapi næst að segja mig úr helvítis áfanganum...
Porca troia!! Una testa di merda!!! Alltaf gaman að blóta á ítölsku!

Já.. fullkomnunaristar eiga erfitt líf.. Núna ætla ég samt að láta reiði mína bitna á ljóðagreiningunni og fá svo útrás á leiklistaræfingu á eftir!!!

þriðjudagur, september 13, 2005

skólablogg

já... talvan mín heima er í einhverjum mómælaaðgerðum um það að leyfa mér ekki að pósta þar!! Hún gerir mér heldur ekki kleift að senda e-mail með póstinum sem ég ætlaði að birta um minn brjálaða mánudag fyrir meira en viku!!

En það er bara allt fínt/slæmt að frétta! Sé fram á brjálaða önn!! Ég er í verkefnaskilum og prófum upp á hvern einasta dag! Ég hef svona 3 - 4 tíma heima á dag tils að sinna lærdómi, tónlistarnámi, skiptinema og þörfum mínum!! Og mér til mikillar (ó)ánæju ákvað söngkennarinn að hún ætlar að strita mér út núna til þess að búa til hinn fullkomna tón og sérhljóðaframburð! 8-/ Þannig að ég sé fram á brjálaða tíma með MIKLU stressi!! Svo verður tekin (afslöppunar) ferð til Parísar í lok október og svo mun ég líklega taka flugið suður í lok febrúar til hinns heimalands míns!!
Núna ætla ég að fara að læra fyrir prófið sem ég er að fara í núna á eftir... :) Bless í bili!!!!!!!!!!!!!!

föstudagur, september 02, 2005

Afmæli!!


Frænka mín á stór afmæli í dag!! Það er hún Íris! Til hamingju með það Íris! :)

Shuichi, besti vinur minn frá Ítalíu á afmæli í dag líka!! Hann á líka stór afmæli, þ.e.a.s. 18 ára!! ;P Ég sem sagt tók upp á því að hringja bara sísvona til Japans í morgun klukkan átta um morguninn (mætti 10 í skólann) og þá var klukkan um 5 hjá honum! Ég sagði honum nú að ég ætti enn eftir að fara í skólann og þannig og hann sagði mér svo þær stór fréttir að fjölskyldan hans sé að spá í að koma til Íslands núna næsta ár!! Vááá... ég nátla bauð þeim gistingu hérna í Brekkutúninu!!

Shu sagði mér svo að hann saknaði allra knúsana og kossana sem við vorum svo iðin við að gefa hvort öðru og fólkinu í kringum okkur. Í japan má varla kyssast á almannafæri og hvað þá að faðma vini þína.. Að hugsa sér! Við töluðum svoum heima og geyma á milli þess aðtjá hvort öðru hve mikið við söknuðum hvers annars...

Ég hef svo ekkert meira að segja ykkur merkilegt nema það að ég hringdi til Japans!!

En núna er ég að spá í reyna að fá bílinn og skella mér í Kringluna eða Smáralindina tils að kaupa afmælisgjöf, en samt ekki handa Írisi eða Shuichi, heldur þriðja afmælisbarninu sem átti afmæli í júlí reyndar...

Ætliði að koma á busaball í MH??? ;)