Draumórar í íslenska skammdeginu...

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

könnun

Ég ætla að gera óformlega könnun.

Hefur ÞÚ áhuga á því að fara og skoða Kárahnjúka áður en hleypt verður í lónið?

vinsamlegast svarið í kommentin, já eða nei..

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

skóli

eftir nokkra tilgangslausa leit af el caracol ákvað ég að gera næsta heimaverkefni og fer nú að taka persónuleikapróf..

Hvar er el caracol?

mánudagur, ágúst 28, 2006

Kvef og nýjir íslendingar

Já, haustið er að koma og það byrjar með kvefi sem nær upp í augu.. :( Með haustinu byrjar líka skólinn og flestir eru sestir á skólabekk á ný.. MH er yndislegur skóli og ekkert slæmt um hann að segja en ég verð að segja að mér líði svoldið undarlega innan um 300 ný busa plús busana síðan í fyrra sem eru náttla enn busar fyrir mér og fólkið sem er á 3. ári núna sem voru náttla busar þegar ég var úti og því töldust þeir oft með busunum í fyrra. Sem sagt ég og 1000 busar. hehe... ;)

Ég átti stutt spjall við hann Jón um þetta í dag. Maður þekkir orðið bara nokkrar hræður og líður hálf undarelga. Að ég skildi nú bara ekki hafa tekið þetta á þrem árum og sleppt því að vera að taka tvær brautir ;( En þá hefði ég ekkert vitað hvað ég ætti að fara í í háskólanum. æjj þetta er ruglingslegur póstur...

kvef og nýir íslendingar frh.

Um helgina var ég í Kaldárseli í arrival camp AFS. Þar var tekið á móti 42 skiptinemum sem verða hér næsta árið. Þetta var fríður hópur og einstaklega stilltur. Enginn slær þó Joke við ;) hún er bezt, meira að segja með zetu ;) Það var þó ein belgísk stelpa sem minnti mig voðalega á hana systur mína, bæði í töktum og útliti :P Belgísku stelpurnar voru svo hressar að þær fóru í eltingarleik á flugvellinum því þær nenntu ekki að hanga inn í rútu og bíða ;D já.. það er alltaf gaman að vera skiptinemi get ég sagt ykkur. Þau eru svo miklar dúllur!! :) :) :) Mikið langaði manni nú að taka einn með sér heim eftir helgina... eða þá að fara heim með einni fjölskyldunni.. Það var einn strákur frá Bandaríkjunum sem mér kom mjög vel saman við. Hann fílar Björk, Sigur rós og Múm og hefði ég fengið að ráða hefði hann farið beint í MH!! En hann býr því miður á Ísafirði þannig að það verður erfitt :P En þess í stað bauð ég honum að koma og heimsækja mig í bæinn og við gætum farið á tónleika eða eitthvað skemmtilegt saman. Svo talaði hann klikkaðslega góða íslensku! Díses kræst bara.. maður gat haldið uppi samræðum við hann á íslensku.. algjör dúlla!!! :)

en já... þetta er frekar tilgangslaus póstur..

held ég fari bara að sofa þar sem ég svaf mjög illa síðustu nótt... (hverjum ætli það hafi verið að kenna?? ;) ;) ... )
A domani
Buona notte!!
Adios!! :)
edda

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

edda i norge

a islandi tykir 250 kr dyrt fyrir stræto.. i noregi kostar stræto, metro, tramm 33 kr nok. eg borga tæpan 6000 kall isl i almenningssamgöngur a 5 dögum en borga ruman 5500 kall isl fyrir rutu og hotel i gautaborg yfir helgina... life is strange

föstudagur, ágúst 11, 2006

ég er farin til Noregs að rifja upp dönsku og ítölsku í bland!

sunnudagur, ágúst 06, 2006

já.. dauðinn er nokkuð sem er orðið daglegt brauð að horfa upp á..