Draumórar í íslenska skammdeginu...

þriðjudagur, janúar 24, 2006

ég ætla að vera leiðinleg og setja inn enn eitt "klukk" dæmið!!! ;)

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

minningar...

það er liðið meira en ár síðan ég fór og hálft ár síðan ég kom til baka. Samt er eins og allt sé svo fjarrænt, hafi kannski aldrei gerst, heldur sé bara í hausnum á mér. Samt finn ég hvernig allt er breytt síðan þá. Ég sjálf, aðrir og einnig heimurinn sjálfur. Myndirnar minna mig á tilfinningarnar og fólkið. Einstöku bréf og símtöl minna mig á við og við að þetta var allt satt og raunverulegt. Ég tilheyri því ekki aðeins þessum heimi sem þið þekkið, heldur líka þeim heimi sem mér finnst stundum að sé aðeins í hausnum á mér, þið fenguð aldrei að upplifa þann heim. Ég lifi þess vegna tví lífi sem þýðir að aðeins hálf ég er hér. Partur af mér varð eftir í sumar og svo ferðuðust litlir partar út um víðan hnöttinn. Ég sjálf kom heim með parta af öðrum sálum. Þessir sálarpartar eru frá vinum mínum, vinum sem munu alltaf búa í hjartanu en ég mun sjalnda hitta, ef ég mun þá hitta þá það sem eftir er. Ég er með heimþrá.
Hlutirnir verða aldrei eins og þeir voru og ég verð aldrei eins og ég var.

föstudagur, janúar 13, 2006

Ballettdansarinn ÉG!

Söngkennarinn minn fékk þá undarlegu flugu í hausinn á sér að ég gæti dansað ballett. Þess vegna mun ég dansa spreybrúsadans í óperunni sem verið er að setja upp í tónlistarsk. Við erum þrjár stelpur sem erum að þessu og hinar tvær eru búnar að vera í dans síðan þær voru 6 ára. Dansinn er að vísu ekkert ótrúlega erfiður, engin flikk flökk eða ballettstökk.. Ég mun örugglega líta svoldið illa út við hliðina á þessum stelpum með mínar fótboltalappir!! ;) En annað hvort mun þetta takast ágætlega og ég mun standa mig vel sem er gott eða þá ég mun klúðra þessu svo mikið að það verður svo fyndið að ég mun hlægja mig dauða að því!! ;D Ég fæ meira að segja ekki einu sinni að syngja !! Þetta er víst einhverskonar auglýsing í auglýsingarhléi og við verðum víst að dansa með einhverja spreybrúsa!!

Fyrir utan þessa óperuæfingar, sem eru tvisvar í viku skilst mér, þá eru kóræfingar tvisvar í viku líka. Ég er búin að taka þá lokaákvörðun að vera hetja og hætta ekki í kórnum í bil allavega.. ;) verð samt að segja að ég hefði ekkert á móti því að fara í annan kór.. en þetta verður að duga í bili þar til betra býðst.. ;)

Svo er það blessað söng námið. Ég þarf að leggja mig mikið fram núna tils að ég nái sem lengst. Ég ætla ekkert að vera að taka miðprófið núna, enda allt of mikið að gera, en ég ætla að reyna að gera það um svipað leiti og ég útskrifast úr MH. Því þarf ég að vera extra dugleg að æfa mig heima :( (eitthvað sem ég er aldrei dugleg við að gera...)

Já.. Það nýjasta er svo leikritið. Ég sem sagt verð með í leikritinu sem sett verður upp í vetur og það verða örugglega fullt af æfingum þegar nálgast fer í frumsýningu.

Sem sagt þá er ég á fullu á hverjum degi... Föstudagar eru lúxus dagar því þá er ég í gati í skólanum og er ekki í neinu eftir skóla!! :D

jæja.. ég er þá farin úr þessari skólatölvu.. er búin að missa af strætó svona 3var sinnum... núna...

ADIOS AMIGOS!!

fimmtudagur, janúar 12, 2006

bætti inn tengli á hana Auði Apa sem er núna á Ítalíu í ítölskuskóla!! =)

Annars er bara allt ágætt að frétta af mér. Skólinn er byrjaður aftur og ég er hvorki meira né minna en í 22 einingum í töflu sem þýðir eitt gat í töflu og einn morgun sem fer samt í söng tíma og ég er alltaf til hálf fjögur, nema á miðvikudögum en þá fer ég samt beint upp í tónó í undirleik og er búin þar hálf þrjú.
Áfangarnir mínir:
Fra 4036 - málfræði, stór hópur, og þekki mjög fáa þeir eru samt fínt fólk :)
Fra 2136 - franskar kvikmyndir hjá Gerard, mætingarskylda á mínútunni sem hringir inn!
Íta 213 - ítalskar kvikmyndir. MJÖG lítill hópur, erum 10 sem er mjög þægilegt, en samt mjög gaman að fá að hlusta á ítölsku, reyndar er líka mikil saga kvikmyndanna á íslensku en hugsa að þetta verði gaman, alltaf gaman að tjá sig um ítalska menningu!! ;)
Hei 1036 - Heimspeki. Veit ekki hvað skal segja, var í fyrsta tímanum áðan.
Sag 3036 - 60% sagnfræði ritgerð.. úff... Kennarinn er samt mjög fyndinn :P
Ísl 3936 - galdrabókmenntir. Mjög skemmtilegur áfangi hugsa ég :)
Fél 3036 - stjórnmálafræði hjá Stefáni Karls! Mjög skemmtilegt. Ætli ég geti ekki ákveðið þá í annarlok hvort að ég ætti að fara í stjórnmálafræði eða ekki í HÍ haust 2007!! (vá, langt þanngað til!!)
Lík 701- jóga framhald :)

Eitt lokapróf í vor, í heimspeki og fullt af ritgerðum og verkefnum í nánd.. En gaman....

bæti við í næstu frímínútum hvað ég er svo að gera fyrir utan skóla..

laugardagur, janúar 07, 2006

Edda Ofurhetja!

Your results:
You are Supergirl
Supergirl
75%
Superman
70%
Robin
67%
Spider-Man
65%
Wonder Woman
55%
Catwoman
50%
Hulk
40%
Green Lantern
35%
Batman
30%
The Flash
30%
Iron Man
20%
Lean, muscular and feminine.
Honest and a defender of the innocent.
Click here to take the Superhero Personality Test

mánudagur, janúar 02, 2006

árið 2005

Það virðist vera vinsælt að gera gamla árið upp á bloggsíðum bæjarins.
allavega.. Mín síðustu áramót voru frekar slöpp. Var föst upp í ítölsku ölpunum á skíðum með vini mínum frá Japan. Ég kunni ekki á skíði (sem öllum fannst mjög fyndið þar sem ég var frá ÍSlandi) og ég held ég fari ekkert aftur á skíði í bráð.. hehe.. ;P EN allavega þá gerðist ýmislegt hjá mér á árinu 2005.

  1. Fór til Feneyja
  2. Ég fékk nýja fóstur fjölsk.
  3. Carnivalið í bænum mínum !! (Sem er svo frábært að ég er að fara aftur núna í febrúar)
  4. fór til Sikileyjar
  5. fór til Parísar í Disneylandið þar
  6. fór til Rómar
  7. eignaðist ítalskan kærasta
  8. lærði hipp hopp dans
  9. fór til Puglia (héraðið á hælnum á ítalíu)
  10. Fór á alvöru ítalskan fótboltaleik og keypti miðann á svörtu.. úps..
  11. kom heim frá Ítalíu!
  12. eignaðist belgíska systur
  13. byrjaði aftur í MH
  14. varð AFS sjálfboðaliði
  15. fór til Parísar með MH
  16. fór á ótrúlega skemmtileg djömm með elskulegum vinum mínum hérna á Íslandi o.m.fl.!!!!

Árið var skemmtilegt verð ég að segja.. og mér finnst árið 2006 hafa bara byrjað mjög vel ;) thíhí... En ég vona að árið 2006 verði skemmtilegra en árið 2005 en það mun reynast erfitt.. við sjáum bara til!!

ó sjitt.. það var að renna upp fyrir mér að ég verð 20 ára á þessu ári... 1986 - 2006.. hehe... =/

sunnudagur, janúar 01, 2006

lífið getur verið ótrúlega skrýtið stundum....